Vilja hækka laun kennara um 100 þúsund á mánuði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. maí 2018 20:01 Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Reykjavík lofar launahækkunum til kennara, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri og að frítt verði í strætó í eitt ár, komist flokkurinn í meirihluta í borginni. Oddvitinn er bjartsýnn á að ná tveimur mönnum inn og kveðst reiðubúinn að starfa með öllum flokkum. Framsókn kynnti helstu stefnumál sín fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í dag. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri leiðir listann og í öðru sæti er Snædís Karlsdóttir lögfræðingur og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er í því þriðja. Umferðar- og samgöngumál eru Framsóknarmönnum í borginni ofarlega í huga fyrir kosningarnar í vor en flokkurinn hyggst meðal annars beita sér fyrir því aðfrítt verði í strætó í eitt ár í tilraunaskyni. „Þetta eru alls ekki háleit markmið. Þetta er mjög ódýr og góð lausn fyrir borgarbúa, þeir finna strax fyrir þessu vegna þess að frítt í strætó mun draga verulega úr álagi á gatnakerfi borgarinnar,” segir Ingvar. Þá fái háskólanemar sem velji vistvæna ferðamáta, 20 þúsund krónur í mánaðarlegan samgöngustyrk. Segir raunhæft loforð að hækka laun kennara Flokkurinn bauð síðast fram undir nafninu Framsókn og flugvallarvinir en notast aðeins við nafn Framsóknarflokksins í komandi kosningum. „Við erum heldur betur flugvallarvinir,” segir Ingvar, spurður hvort Framsóknarmenn í borginni séu ekki lengur flugvallarvinir. Hann segir það algjört glapræði að verja fjármunum í að færa flugvöllinn. „Ég er flugmaður og flugstjóri og búinn að vera það í 22 ár hjá Icelandair og ég get sagt ykkur það að Reykjavíkurflugvöllur er mesti flugöryggisventill landsins.” Þá vill flokkurinn hækka laun leik- og grunnskólakennara um 100 þúsund krónur á mánuði og stytta vinnuvikuna ískólum borgarinnar í 35 klukkustundir. Aðspurður segir hann kosningaloforðið um hækkun launa vel vera raunhæft. „Þetta kostar um tvo milljarða á ári og ég vil benda á það að hagnaður Orkuveitunar var yfir 10 milljarðar, bæði í fyrra og árið þar á undan, þannig að það er mjög einfallt að fjármagna þetta,” segir Ingvar.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira