Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2018 19:00 Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira