Fatlað fólk kerfisbundið brotið niður strax í grunnskóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2018 19:00 Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hélt opinn fund með frambjóðendum til borgarstjórnarkosninganna í ráðhúsinu í dag þar sem frambjóðendur kynntu sín stefnumál í málefnum fatlaðs fólks. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir úrbætur nauðsynlegar víða í málaflokknum, ekki síst húsnæðismálunum. „Fólk er bara í mjög vondum málum og það er mikill skortur á aðgengilegu húsnæði. Það er erfitt að fá það og félagslegt húsnæði er bara ekki í boði. Nú í dag eru 500 manns á biðlista bara hjá Brynju, hússjóði ÖBÍ.“ Á fundinum kynnti Öryrkjabandalagið könnun sem Gallup gerði fyrir það um viðhorf almennings til réttinda fatlaðs fólks. Þar kemur fram að 84% vilja kjósa framboð sem bætir þjónustu við fatlað fólk og að eingöngu 55% eru sammála um að fatlað fólk í þeirra sveitarfélagi fái sömu tækifæri og aðrir. Einnig að mikill meirihluti svarenda vill tryggja akstursþjónustu fyrir fatlað fólk með lögum, vill fjölga hlutastörfum hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu, tryggja eftirlit með aðgengi fyrir fatlað fólk í byggingar og jafnt aðgengi barna í íþrótta og tómstundastarf óháð fötlun og röskunum. Sérstaklega var spurt hvernig skólar uppfylli þarfir nemenda með sérþarfir. Aðeins tæplega fjörutíu prósent svarenda fannst grunnskólar gera það vel og tæplega fimmtíu prósent var ánægt með leikskólana. Þuríður segir bætta þjónustu skólanna vera forgangsmál. „Kannski þurfa stjórnendur að horfa út fyrir boxið og skoða hvernig hægt er að laga þessa hluti fyrir börnin í skólanum. Þá lögum við samfélagið um leið, því þá alast einstaklingar upp við góða sjálfsmynd í staðinn fyrir að vera kerfisbundið brotnir niður í skólanum“ segir Þuríður Harpa.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira