Innlent

750 stúlkur kynntu sér tæknina

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Í fimmta skipti bauð Háskólinn í Reykjavík stúlkum á fimmtánda ári, í 9. bekk í grunnskóla, í skólann til að kynnast tækniheiminum betur með því að hitta fyrirmyndir og fræðast um möguleika á tæknistörfum í framtíðinni. Stúlkurnar tóku þátt í vinnusmiðjum af ýmsum toga og voru eldhressar eins og sést í myndskeiðinu frá kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar segja þær meðal annars að forritun sé ekkert strákafag en það mætti kynna það betur fyrir stelpum, til dæmis í grunnskólanum. Einnig að strákar séu aldnir upp við að vera meira í tölvum og sumum stelpum finnist tölvur „strákalegar."

En það vill Háskólinn í Reykjavík leiðrétta, og sýna fram á að tölvur og tækni sé fyrir bæði stráka og stelpur, og það hefur gengið ágætlega að sögn Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra hjá HR, þótt töluvert sé í land.

„Við viljum sérstaklega fá stelpur inn því við sáum mikinn kynjahjalla í þessum fögum og það gerum við með því að kynna þær fyrir kvenkyns fyrirmyndum. Haustið 2011 voru bara 11% nýnema í tölvunarfræði stelpur en haustið 2017 erum við komin upp í 28% hlutfall kvenna“ segir Jóhanna Vigdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×