Lægðin sendir kalt loft yfir landið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. maí 2018 08:12 Margir þurftu að skafa á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið í dag. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í morgun. VÍSIR/VILHELM Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig. Samgöngur Veður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Lægð er stödd á milli Íslands og Grænlands og sendir hún kalt loft yfir landið sem er ættað úr norðri, þó vindur blæs úr suðvestri. Þetta loft er óstöðugt og ferðast yfir hlýjan sjó, miðað við loftið, sem skilar sér í éljagangi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag verður því suðvestan átt, víða strekkingur, með éljum en élin eiga erfitt með að komast yfir landið og því má búast við bjartviðri norðaustantil. Lægðin dýpkar heldur á morgun og bætir því lítillega í vind, og einnig éljagang, einkum vestantil. Útlit er fyrir áframhaldandi útsynning fram á sunnudag. Víða vægt næturfrost næstu daga, en hiti oft 1 til 6 stig að deginum er sólin skín. Ætti því snjór að bráðna með deginum, einkum ef að undirlagið er dökkt. Nú er víða vetrarfærð á Suðurlandi og hálka á Hellisheiði, snjóþekja í Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Á flestum öðrum leiðum er snjóþekja, krap eða hálkublettir samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi eru hálkublettir á nokkrum fjallvegum en á Snæfellsnesi hefur snjóað meira og þar er nú hálka, hálkublettir eða krap. Snjóþekja eða hálkublettir eru á nokkrum leiðum á Vestfjörðum, einkum á sunnanverðum fjörðunum og einnig er snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði. Það er að mestu greiðfært á Norður- og Austurlandi en þó eru hálkublettir á Hólaheiði, Hófaskarði og Mjóafjarðarheiði. Hálkublettir eru á kafla fyrir vestan Höfn og snjóþekja í Öræfasveit.Veðurhorfur á landinu í dag Vaxandi suðvestanátt, víða 10-15 m/s síðdegis og él, en þurrt og bjart norðaustantil á landinu. Suðvestan 13-18 m/s á morgun, en heldur hægari um landið austanvert. Él sunnan- og vestanlands en áfram bjart norðaustantil. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi, en víða vægt næturfrost.Íslenska sumarið. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í dag, 3.maí, í Kópavogi. Vísir/VilhelmVeðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag: Suðvestan 10-18 m/s og él, hvassast vestanlands. Heldur hægari, þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast norðaustantil.Á laugardag: Suðvestan 8-13 m/s, en heldur hvassari vestanátt síðdegis. Él um landið sunnan- og vestanvert en bjartviðri norðaustantil. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Á sunnudag: Vestan og suðvestan 15-23 m/s og él eða slydduél, hvassast norðvestantil, en yfirleitt bjart austanlands. Hiti 1 til 6 stig.Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir ákveðnar suðlægaráttir með rigningu, en lengst af þurrt norðanlands. Hiti yfirleitt 4 til 9 stig.Á miðvikudag: Líkur á sunnan- og austanáttum með rigningu á köflum í flestum landshlutum. Hiti 2 til 8 stig.
Samgöngur Veður Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira