Cayenne E-Hybrid úr 416 í 455 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 3. maí 2018 10:00 Cayenne E-Hybrid verður enn kraftmeiri. Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venjulegum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent
Porsche Cayenne E-Hybrid af nýju kynslóðinni kemur á markað á næsta ári og þá með aflmeiri drifrás. Núverandi gerð bílsins er með 416 hestafla drifrás sem samanstendur af brunavél og 95 hestafla rafmótor. Í næstu kynslóð verður áfram 3,0 lítra V6 bensínvél með forþjöppu og einn 134 hestafla rafmótor og mun drifrásin þá samtals skila 455 hestöflum til allra hjóla bílsins. Rafmótorinn fær afl frá 14,1 kWh lithium-ion rafhlöðu sem fullhlaða má á aðeins tveimur klukkutímum og 18 mínútum með nýrri 7,2 kW hleðslustöð. Aflaukning bílsins milli kynslóða gerir það að verkum að spretturinn í hundraðið fer úr 5,9 sekúndum í 4,7 sekúndur og verður þessi jeppi því með allra sneggstu jeppum. Hámarkshraðinn er 253 km/klst. Porsche Cayenne E-Hybrid er að ytra útliti ekki frábrugðinn venjulegum Cayenne nema að því leyti að bremsubúnaður bílsins er grænn að lit. Hjá Bílabúð Benna má fá núverandi gerð Porsche Cayenne E-Hybrid á 10.950.000 krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent