Uppselt á námskeið Þorgríms í Toskana Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 08:00 Þorgrímur Andri að setja saman einhverja stórkostlega snilld á pappír sem hann sýnir á Instagram. Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Það kemur fólk alls staðar að á námskeiðið. Fyrirtækið sem heldur það hafði samband við mig í gegnum Instagram og spurði hvort ég væri til í að koma og kenna. Ég sagði strax já enda frítt flug, fín laun og maður er í viku í Toskanahéraði að kenna fólki alls staðar að úr heiminum,“ segir listmálarinn Þorgrímur Andri Einarsson en það seldist upp á námskeið þar sem hann mun kenna á tveimur vikum. Færri komust á námskeiðið en vildu og er biðlistinn orðinn nánast jafn langur og fjöldi þátttakenda. „Það seldist upp á tveimur vikum sem er ekki algengt, segja þau mér. Það er kominn biðlisti og fyrirtækið sem heldur þetta námskeið er búið að biðja mig að koma aftur á næsta ári,“ segir hann. „Þetta er ákveðin viðurkenning og mjög spennandi verkefni. Ég hef ekki komið í þetta hérað þó ég hafi komið til Ítalíu og er mjög spenntur enda Toskanahéraðið ótrúlega fallegt og passar vel við olíumálverk.“Verk eftir Þorgrím.Þorgrímur hefur rúmlega 43 þúsund fylgjendur á Instagram og rignir inn tilkynningum og ummælum við það sem hann gerir á þeim bænum. Hann segir að samfélagsmiðillinn hafi opnað stórar dyr fyrir sér, meðal annars þetta námskeið. „Það er mikið af skemmtilegum tækifærum að koma frá Instagram. Mig grunaði það og lagði áherslu á að vera svolítið virkur á þessum miðli þegar ég byrjaði. Það er verið að bjóða mér að taka þátt í alls konar verkefnum sem væri ekki að gerast ef ekki væri fyrir þennan miðil, og nú er ég að fara til Ítalíu.“ Þorgrímur var áður í tónlist og lærði í London og Hollandi áður en hann tók sér pensil í hönd og fór að mála. Hann er sjálfmenntaður en allt þetta ferli byrjaði þegar hann sá sitt fyrsta YouTube-myndband. „Ég var í tónlistinni en færði mig svo yfir í málun. Þegar ég var að klára tónsmíðanám í Hollandi féll ég fyrir málverkinu – sem er kannski pínu fyndið.“ Fram undan er einnig sýning í Eisenhauer-galleríinu í Martha’s Vineyard í Bandaríkjunum. En áður en að þessu tvennu kemur heldur hann sýninguna Hetjur og ferfætlingar í Galleríi Fold sem verður opnuð á laugardag. „Þetta er sýning á nýjum olíumálverkum og kallast Hetjur og fjórfætlingar. Þetta eru í raun tvær seríur, annars vegar af dýrum og hins vegar verk af kvenmódelum sem eru hetjurnar. Þetta eru tvær seríur sem eru ekki tengdar að öðru leyti en að stíll og yfirbragð er það sama.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“