Lögreglan spyrst fyrir um 600 Bitcoin-tölvur sem fundust í Kína Birgir Olgeirsson skrifar 2. maí 2018 13:46 Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu, segir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum um málið. Vísir/GVA Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20 Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Sex hundruð tölvur, sem notaðar voru til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, voru gerðar upptækar í Kína í síðustu viku en alþjóðdeild ríkislögreglustjóra hefur spurt kínversk lögregluyfirvöld um þennan tölvubúnað og hvort um sé að ræða þann sem var stolið hér á landi. Alþjóðdeild ríkislögreglustjóra sendi þessa fyrirspurn að beiðni embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum sem hefur rannsakað þjófnað á 600 tölvum, sem voru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin, í desember og janúar síðastliðnum. Fréttamaður Ríkisútvarpsins setti sig í samband við embættið á Suðurnesjum fyrir helgi eftir að hafa séð frétt um málið á vef ríkisfréttastofunnar í Kína. Þar kom fram að lögreglan í kínversku borginni Tianjin hefði lagt hald á sex hundruð Bitcoin-tölvur þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn.Fangelsið Sogn þar sem Sindri Þór var í tíu daga áður en hann flúði.Vísir/Magnús HlynurLögreglan komst á snoðir um tölvurnar vegna óvenjumikillar rafmagnsnotkunar sem var rakin til tölvanna. Lögreglan lagði einnig hald á átta afkastamiklar viftur sem voru notaðar til að kæla tölvurnar niður. Lögreglan í Tianjin sagði um mesta rafmagnsþjófnað sem embættið hefur haft til rannsóknar á síðastliðnum árum. Kínverska fréttastofan tekur fram að gröftur eftir Bitcoin-rafmynt útheimti mikla rafmagnsorku en talið er að rafmagnsreikningur fyrir sex hundruð slíkar tölvur sé um nokkur hundruð þúsund yuan á mánuði, sem er um nokkrar milljónir íslenskra króna. Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst síðan fyrirspurn var send til Kína. „Þetta er athyglisvert hvað svo sem kemur út úr þessu. Við höfum engin svör fengið, þannig að þetta er allt á sama stað. Þetta eru eflaust ekki fljótustu samskipti í heimi þarna langt austur eftir.“Jóhannes Jensson, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, til vinstri.Alls voru níu handteknir vegna rannsóknarinnar á tölvuþjófnaðinum hér á landi. Tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en að lokum var aðeins einn í haldi, Sindri Þór Stefánsson. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. Sindri er vistaður í fangelsinu Zaandam í Hollandi og bíður þess að vera framseldur til Íslands en hann heldur fram sakleysi sínu í málinu. Búist er við að hann komi til Íslands á föstudag.Fréttin var uppfærð klukkan 14:20
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45 Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Tilgangslaust fyrir mig að vera hér í fangelsinu í Amsterdam“ Gagnrýnir að handtökuskipun sé enn virk þrátt fyrir að gæsluvarðhald yfir honum sé útrunnið. 30. apríl 2018 15:45
Sindra Þór flogið til Íslands á föstudag "Farbann væri besta úrræðið í stöðunni myndi ég segja,“ segir verjandi Sindra. 2. maí 2018 13:41