
„Ég er ekki dansari og dansarar æfa sig í mörg ár í grunnsporum en við fáum viku. Að sjálfsögðu veit maður hvernig þetta á að líta út og maður getur alveg gagnrýnt það,“ segir Jóhanna Guðrún.
Jóhanna Guðrún og Max munu dansa sömbu og endurtaka paso doble atriðið í úrslitaþættinum en auk þeirra eru þau Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javier Fernández Valiño, Bergþór Pálsson og Hanna Rún Óladóttir og Arnar Grant og Lilja Guðmundsdóttir komin alla leið í úrslitin.