Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2018 11:44 Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu. SVFR býður veiðimönnum til fagnaðar í Opnu húsi á föstudagskvöld við Rafstöðvarveg 14 á föstudagskvöld 4. maí og eins og venja er verður mikið að gerast á þessu kvöldi. Sem fyrr verður dregið í Happahylnum og er mikið af glæsilegum vinningum í honum. Nýkjörinn formaður félagsins Jón Þór Ólason heldur stutta tölu og fer yfir sína fimm uppáhaldsveiðistaði. Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina. Veiðistaðalýsingar verða á Varmá og Eldvatnsbotnum en bæði svæðin eru með vinsælli sjóbirtingsveiðisvæðum félagsins. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir en húsið opnar klukkan 19:00 Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði
Nú er vatnaveiðin hafin um allt land og rétt tæpur mánuður í að laxveiðiárnar opni hver af annari svo það er fínn tími núna fyrir veiðimenn að hittast og fagna sumarkomu. SVFR býður veiðimönnum til fagnaðar í Opnu húsi á föstudagskvöld við Rafstöðvarveg 14 á föstudagskvöld 4. maí og eins og venja er verður mikið að gerast á þessu kvöldi. Sem fyrr verður dregið í Happahylnum og er mikið af glæsilegum vinningum í honum. Nýkjörinn formaður félagsins Jón Þór Ólason heldur stutta tölu og fer yfir sína fimm uppáhaldsveiðistaði. Anna Þórunn Reynis, formaður Kvennanefndar, segir frá starfi nefndarinnar og veiðiferð sem heill hellingur af vöskum veiðikonum fóru í til Skotlands um helgina. Veiðistaðalýsingar verða á Varmá og Eldvatnsbotnum en bæði svæðin eru með vinsælli sjóbirtingsveiðisvæðum félagsins. Allir áhugamenn um veiði eru velkomnir en húsið opnar klukkan 19:00
Mest lesið Túnin víða svört af gæs Veiði Ytri Rangá komin í 409 laxa Veiði Fleiri net á land í Ölfusá Veiði Veiði sumarsins á hátíðarborðið Veiði Laxinn er mættur Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvíslaveitur að gefa góða veiði þessa dagana Veiði 12 laxar á fyrstu vakt í Miðfjarðará Veiði Risaurriði veiddist í Varmá Veiði Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiði