Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2018 10:27 Mikil reiði hefur brotist út á Facebookvegg Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fordæmd fortakslaust. Valdimar Ármann er forstjóri Gamma. Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður. Húsnæðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Leiga á íbúðum í eigu Gamma hefur hækkað um 50 til 70 prósent á undanförnum tveimur árum. Þetta kemur fram í upplýsingum sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, birtir á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu. Þar greinir hann frá athugun sem fram hefur farið á vegum stéttarfélagsins. Mikil reiði hefur brotist út í athugasemdakerfum á Facebooksíðu Ragnars Þórs þar sem hin meinta græðgi Gamma er fortakslaust fordæmd. „Eftir að hafa farið yfir hluta þeirra gagna sem okkur hefur borist undanfarna daga liggur fyrir að Almenna leigufélagið sem er í eigu sjóða Gamma, til að fela raunverulegt eignarhald er virðist, sker sig nokkuð úr hvað varðar málafjölda. Dæmin eru svo sláandi. Þar voru einstaklingar og fjölskyldur að fá bréf um hvort þeir ætli að endurnýja 12 mánaða samning til næstu 12 mánaða með tugþúsunda hækkun á leigu.“Gríðarlegar hækkanir á leigumarkaði Ragnar Þór segir að um sé að ræða 50 til 70 prósenta hækkanir á rúmum tveimur árum.Mörg tilfelli eru af einstaklingum og tekjulágum fjölskyldum sem eru að missa það litla sem eftir er af ráðstöfunartekjum til að brauðfæða sig og sína og eru margir skiljanlega í áfalli og standa ráðþrota gagnvart þessu. Valkosturinn er að taka þessu eða enda á götunni. Formaður VR segir að þau hjá stéttarfélaginu séu einnig með dæmi um að fólk sem hefur fengið aðra íbúð innan félagsins og að það sé rukkað um rúmlega 120 þúsund krónur í flutningsgjald.Leigjendur margir hverjir, skjólstæðingar VR, eru að sligast undan hárri leigu.visir/vilhelmOg í flestum tilfellum sé það krafið um hærri tryggingar í nýjum samningum. „Einnig er reynt að lauma inn í samninga að leigjandi greiði 95.000 kr. fyrir málningarvinnu eða skili af sér nýmáluðu ef leigusamningi er sagt upp.“Sláandi fagurgali að mati formannsins Ragnar Þór birtir þá póst frá Almenna leigufélaginu sem hann segir staðlaðan, og sjá má hér að neðan. „Sæll XXXXX, Nú líður að lokum leigusamnings og því langar mig til þess að kanna hvort þú hafðir hugsað þér að endurnýja leigusamninginn. Við getum boðið þér samning til allt að eins árs á kr. xxx.xxx.- á mánuði. Endilega láttu mig vita sem fyrst hvað þú vilt gera.“ Að sögn Ragnars Þórs hækkar leigan í öllum tilfellum um tugi þúsunda eins og hún hafði gert 12 mánuðum fyrr. Formaðurinn vísar til heimasíðu Almenna leigufélagsins þar sem segir meðal annars að félagið vilji vera í fararbroddi við mótun á heilbrigðum og faglegum leigumarkaði á Íslandi. Með því að hafa samélagslega ábyrgð að leiðarljósi skapist ávinningur fyrir alla; samfélagið, viðskiptavini og hluthafa. Þar segir einnig að lagt sé upp úr því að á milli leigufélags og leigjenda ríki traust og að þeir búi við öryggi á húsnæðismarkaði. „Þvílík og önnur eins öfugmæli!“ segir formaðurinn við þeim innistæðulausa fagurgala, að hann telur, hneykslaður.
Húsnæðismál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira