Meðlimir FM Belfast óánægðir vegna vangreiddra launa frá Iceland Airwaves Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2018 14:04 Frá Iceland Airwaves hátíðinni. Vísir/Andri Meðlimir hljómsveitarinnar FM Belfast hafa undanfarið látið óánægju sína í ljós með að hafa fengið greitt fyrir að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves síðastliðið haust. Meðlimirnir hafa viðrað þessa óánægju á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem þeir hafa varað aðra listamenn við því að spila ekki á hátíðinni nema gegn því að fá greitt fyrir fram. Rekstrarfélagið IA tónlistarhátíð ehf., sem ÚTÓN stofnaði árið 2010, hefur á undanförnum árum séð um rekstur tónlistarhátíðarinnar. Rekstur hátíðarinnar síðastliðin tvö ár var hins vegar afar þungur og skilaði tug milljóna tapi. Úr varð að Sena Live hefur tekið yfir rekstur hátíðarinnar og IA tónlistarhátíð ehf. sett í þrot. Tónlistarhátíðin heldur því sama nafni en ný kennitala er að baki reksturs hennar.Hér fyrir neðan má sjá skot Lóu Hjálmtýsdóttur, söngkonu FM Belfast, á Iceland Airwaves.Hæ allir íslenskir listamenn á þessum lista. Ef ég væri þið þá myndi ég reyna að fá greitt fyrirfram. Við í FM Belfast fengum ekki krónu fyrir @icelandairwaves 2017 https://t.co/n8WhdO8mkd— Lóa (@Loahlin) May 14, 2018 Greint hefur verið frá því að semja hefði þurft um skuldir gamla rekstraraðilans við tónlistarmenn og aðra starfsmenn hátíðarinnar. FM Belfast hefur undanfarið bent á að hljómsveitin hefði ekki fengið neitt greitt fyrir að leika á hátíðinni í fyrra og beint gagnrýni sinni að Twitter-síðu Iceland Airwaves en þar hefur undanfarið verið kynnt hvaða listamenn verða á hátíðinni í haust og óskað eftir sjálfboðaliðum. Þegar óskað var eftir sjálfboðaliðum á Twitter-síðu Iceland Airwaves barst ábending um að mögulega væri hægt að heyra í meðlimum FM Belfast til að sinna sjálfboðavinnu á hátíðinni í ár, því þeir fengu ekki borgað fyrir vinnu sína í fyrra og því í raun sjálfboðaliðar þá.Maybe you should ask the nice people in @fmbelfast if they'd like to do some volunteering work. I've heard they already did some for you last year...— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) May 16, 2018 Svar barst frá Iceland Airwaves þar sem kom fram að allir tónlistarmenn sem höfðu sent reikning vegna greiðslu fyrir vinnu þeirra á hátíðinni í fyrra áður en IA tónlistarhátíð ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta hefðu fengið greitt að fullu. Í svari Iceland Airwaves kom fram að eina ástæðan fyrir því að FM Belfast fékk ekki greitt eins og aðrir sé sú að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu ekki sent reikning. Þar er því haldið fram að skiptastjóri hafi sami við FM Belfast um að fá 30 prósent greitt af upprunalegu upphæðinni sem hljómsveitin átti að fá fyrir að spila á hátíðinni. Það eru nýir rekstaraðilar Iceland Airwaves, Sena Live, sem svara hljómsveitinni og þá þeim að heyra að þeim finnist þessi gagnrýni ósanngjörn þar sem þeir hafi ekki komið nálægt samningum eða uppgjöri við hljómsveitina. Meðlimir FM Belfast hafa bent á að þeir hafi verið beðnir af rekstaraðilum hátíðarinnar í fyrra um að senda reikning í mars og þess vegna hafi reikningurinn ekki borist á sama tíma og reikningar frá öðrum listamönnum sem spiluðu á hátíðinni í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti á milli meðlima sveitarinnar og Iceland Airwaves. Það hefst með þessu innleggi Árna Rúnars Hlöðverssonar úr FM Belfast.Hér má sjá @icelandairwaves reyna að kenna okkur um að hafa ekki fengið greitt vegna þess að við hefðum ekki sent reikning tímanlega. Staðreynd málsins er að við vorum beðin um að senda reikning í mars. Svo er það staðreynd að við unnum vinnuna okkar, það voru nokkur vitni. https://t.co/dyvGavaLyp— Árni Plúseinn (@arnipluseinn) May 17, 2018 Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Ísleifur Ólafsson hjá Senu verður festival manager til að byrja með. Stefnt er á að byrja að taka við umsóknum listamanna þann 1. mars. 16. febrúar 2018 11:44 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Iceland Airwaves kynnir fjörutíu ný atriði Iceland Airwaves hefur tilkynnt um fjörutíu nýja listamenn sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. 26. apríl 2018 14:30 Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar FM Belfast hafa undanfarið látið óánægju sína í ljós með að hafa fengið greitt fyrir að spila á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves síðastliðið haust. Meðlimirnir hafa viðrað þessa óánægju á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem þeir hafa varað aðra listamenn við því að spila ekki á hátíðinni nema gegn því að fá greitt fyrir fram. Rekstrarfélagið IA tónlistarhátíð ehf., sem ÚTÓN stofnaði árið 2010, hefur á undanförnum árum séð um rekstur tónlistarhátíðarinnar. Rekstur hátíðarinnar síðastliðin tvö ár var hins vegar afar þungur og skilaði tug milljóna tapi. Úr varð að Sena Live hefur tekið yfir rekstur hátíðarinnar og IA tónlistarhátíð ehf. sett í þrot. Tónlistarhátíðin heldur því sama nafni en ný kennitala er að baki reksturs hennar.Hér fyrir neðan má sjá skot Lóu Hjálmtýsdóttur, söngkonu FM Belfast, á Iceland Airwaves.Hæ allir íslenskir listamenn á þessum lista. Ef ég væri þið þá myndi ég reyna að fá greitt fyrirfram. Við í FM Belfast fengum ekki krónu fyrir @icelandairwaves 2017 https://t.co/n8WhdO8mkd— Lóa (@Loahlin) May 14, 2018 Greint hefur verið frá því að semja hefði þurft um skuldir gamla rekstraraðilans við tónlistarmenn og aðra starfsmenn hátíðarinnar. FM Belfast hefur undanfarið bent á að hljómsveitin hefði ekki fengið neitt greitt fyrir að leika á hátíðinni í fyrra og beint gagnrýni sinni að Twitter-síðu Iceland Airwaves en þar hefur undanfarið verið kynnt hvaða listamenn verða á hátíðinni í haust og óskað eftir sjálfboðaliðum. Þegar óskað var eftir sjálfboðaliðum á Twitter-síðu Iceland Airwaves barst ábending um að mögulega væri hægt að heyra í meðlimum FM Belfast til að sinna sjálfboðavinnu á hátíðinni í ár, því þeir fengu ekki borgað fyrir vinnu sína í fyrra og því í raun sjálfboðaliðar þá.Maybe you should ask the nice people in @fmbelfast if they'd like to do some volunteering work. I've heard they already did some for you last year...— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) May 16, 2018 Svar barst frá Iceland Airwaves þar sem kom fram að allir tónlistarmenn sem höfðu sent reikning vegna greiðslu fyrir vinnu þeirra á hátíðinni í fyrra áður en IA tónlistarhátíð ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta hefðu fengið greitt að fullu. Í svari Iceland Airwaves kom fram að eina ástæðan fyrir því að FM Belfast fékk ekki greitt eins og aðrir sé sú að meðlimir hljómsveitarinnar hefðu ekki sent reikning. Þar er því haldið fram að skiptastjóri hafi sami við FM Belfast um að fá 30 prósent greitt af upprunalegu upphæðinni sem hljómsveitin átti að fá fyrir að spila á hátíðinni. Það eru nýir rekstaraðilar Iceland Airwaves, Sena Live, sem svara hljómsveitinni og þá þeim að heyra að þeim finnist þessi gagnrýni ósanngjörn þar sem þeir hafi ekki komið nálægt samningum eða uppgjöri við hljómsveitina. Meðlimir FM Belfast hafa bent á að þeir hafi verið beðnir af rekstaraðilum hátíðarinnar í fyrra um að senda reikning í mars og þess vegna hafi reikningurinn ekki borist á sama tíma og reikningar frá öðrum listamönnum sem spiluðu á hátíðinni í fyrra. Hér fyrir neðan má sjá orðaskipti á milli meðlima sveitarinnar og Iceland Airwaves. Það hefst með þessu innleggi Árna Rúnars Hlöðverssonar úr FM Belfast.Hér má sjá @icelandairwaves reyna að kenna okkur um að hafa ekki fengið greitt vegna þess að við hefðum ekki sent reikning tímanlega. Staðreynd málsins er að við vorum beðin um að senda reikning í mars. Svo er það staðreynd að við unnum vinnuna okkar, það voru nokkur vitni. https://t.co/dyvGavaLyp— Árni Plúseinn (@arnipluseinn) May 17, 2018
Airwaves Tengdar fréttir Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35 Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Ísleifur Ólafsson hjá Senu verður festival manager til að byrja með. Stefnt er á að byrja að taka við umsóknum listamanna þann 1. mars. 16. febrúar 2018 11:44 Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18 Iceland Airwaves kynnir fjörutíu ný atriði Iceland Airwaves hefur tilkynnt um fjörutíu nýja listamenn sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. 26. apríl 2018 14:30 Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32 Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Grímur semur um starfslok Þetta hefur verið magnaður tími og það eru algjör forréttindi að hafa fengið að starfa við það sem ég elska mest í lífinu fyrir utan fjölskylduna: tónlist, segir Grímur 9. febrúar 2018 17:35
Kaupverð Senu á Iceland Airwaves fæst ekki uppgefið Ísleifur Ólafsson hjá Senu verður festival manager til að byrja með. Stefnt er á að byrja að taka við umsóknum listamanna þann 1. mars. 16. febrúar 2018 11:44
Icelandair í viðræðum við Senu Live um að taka yfir Iceland Airwaves Rekstur hátíðarinnar hefur verið þungur undanfarin ár. 9. febrúar 2018 16:18
Iceland Airwaves kynnir fjörutíu ný atriði Iceland Airwaves hefur tilkynnt um fjörutíu nýja listamenn sem munu koma fram á tónlistarhátíðinni í byrjun nóvember. 26. apríl 2018 14:30
Endurskoða þarf Off venue-hluta Airwaves ef hátíðin á að lifa Segir að fólki hafi verið kennt að það þurfi ekki að borga sig inn á hátíðina til að sjá tónlistarmennina sem þar spila. 20. febrúar 2018 15:32