Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. maí 2018 06:00 Fólki er ráðlagt að binda trampólín og annað laust niður. Það þarf lítið til að þau takist á loft í suðaustan hvassviðrinu sem spáð er. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Veðrið hefur leikið landann heldur grátt undanfarið og margir farnir að þrá D-vítamín í kroppinn. Það mun hins vegar ekki gerast um þessa helgi. „Það verður þokkalegt veður fram að helgi en það verður svalt. Laugardagurinn lítur verst út þar sem spáð er stormi fram eftir degi með mikilli rigningu. Veðrið á þó eftir að skána eitthvað seinnipartinn en hvítasunnudagurinn lítur ekkert sérstaklega vel út heldur,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu. „Það væri gáfulegt að binda niður trampólín, sérstaklega á laugardaginn. Þeir sem eru á ferðinni ættu einnig að fylgjast með spá, því það verður líklega lítið ferðaveður. Þetta gengur þó mögulega niður á mánudag.“ Maímánuður hefur verið heldur leiðinlegur og afar óvelkomin snjó- koma í byrjun mánaðarins kom eflaust mörgum á óvart. Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veður farsrannsókna hjá Veðurstofu, segir snjókomu í maí ekki sérlega sjaldgæfa, líklega gerist það annað hvert ár. „Það er í rauninni ekki óalgengt að það festi snjó í maí á Suðvesturlandi. En það er þó sjaldgæft að það gerist eftir þann fimmtánda. Það eru líka tilfelli um að það hafi fest snjó í júní, en aldrei í júlí og ágúst. Maí hefur verið óvenjulegur að því leyti til að það er úrkomusamt. Fyrsta vikan í maí var leiðinleg í þessum landhluta, suðvesturhlutanum. Önnur vikan var þó eðlileg, myndi ég segja. Hitinn var þá ofan meðallags og það er alls ekki hægt að segja að það hafi verið kalt, nema einhverja örfáa daga. Lægðirnar hafa aftur á móti verið dýpri en oftast áður,“ segir Trausti. Norðurlöndin eru þó heppnari með veður en þar hefur verið óvenju hlýtt undanfarið. Trausti segir sunnanáttina færa þeim hitann en Ísland sé einfaldlega nær norðanáttinni sem kemur frá Kanada. „Þar hefur verið raunverulega kalt sem er óvenjulegt á þessum tíma,“ segir Trausti. „En það er alltaf einhvers staðar hlýtt og einhvers staðar kalt, eins og til dæmis í Síberíu en við fáum ekki að vita af því. Það er stundum eins og það sé stemning fyrir því að kvarta yfir veðrinu. Veðrið þarf að vera sérstaklega gott til að fá fólk upp úr þessu tali,“ segir Trausti og hlær. „Maí var ofboðslega hlýr í fyrra og fyrripartur maí var metheitur. En við náum því miður ekki að standa undir því í ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira