Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. Flestir ferðamenn sem sækja Ísland heim fara í Bláskógabyggð þar sem Gullni hringurinn er með fjölsóttustu ferðamannstöðunum, Þingvöllum, Gullfoss og Geysi. Spurningin er hvernig innviðir sveitarfélagsins séu og hvort það geti endalaust tekið á móti ferðamönnum. Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls, segir að í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamanna hafi Bláskógabyggð ekki sótt fé í uppbyggingu. Það sé ekki gott. „Hér vantar tilfinnanlega að byggja upp,“ segir Jón. Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, segir að það þurfi að gefa í í innviðauppbyggingunni. „En ég held að við höfum alla burði til þess.Í þessu sveitarfélagi er langstærsta atvinnugreinin ferðaþjónusta en ég held að á sama tíma hefur engin atvinnugrein jafn mikla möguleika og tækifæri til að vaxa eins og ferðaþjónustan.“Beðið eftir nýrri brú yfir Ölfusá Helgi Kjartansson, oddviti T-listans, segir að stærsta baráttumálið varðandi inniviðina sé kannski að hvetja ríkið til að sinna samgöngunum, löggæslunni, sjúkraflutningum og heilsugæslunni. „Að þeir innviðir séu líka í lagi. Það er stórt atriði finnst okkur,“ segir Helgi. Víðar standa spjótin á verkefni sem eru á vegum ríkisins. Í Árborg er beðið eftir nýrri brú yfir Ölfusá sem heimamenn segja forsendu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. „Brúin þolir þetta ekki lengur og við verðum að fá nýja brú. Ég er ekki hrifinn af vegtollum en spurning hvernig það verður útfært og hvaða umferð fer yfir brúna á að borga þá en númer 1, 2 og 3 þurfum við að flýta komu brúarinnar,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Álfheiður Eymarsdóttir sem skipar 2. Sætið á lista Áfram Árborg segir íbúa bíða eftir nýrri brú. „Bæði aðgengið í gegnum brúna og inn í bæinn, þetta er orðið svo gamalt og þröngt að ferðaþjónustuaðilar sem hafa áhuga á að laða til sín ferðamenn og að þjónusta þá geta það varla.“Ferðamenn skila sér ekki til Eyja Staðan í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum er á þann veg að heimamenn segja ferðamenn af Suðurlandi ekki skila sér til Eyja. „Það gætu verið gríðarlega mikil tækifæri hérna. Við búum við það á hverjum degi að fullt af ferðamönnum eru á Suðurlandinu og við fáum bara brotabrot af þeim hingað yfir. Þá komum við alltaf aftur að þessum flöskuháls sem samgöngurnar eru,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir að ferðaþjónustan eigi eftir að stækka sem atvinnugrein á komandi árum. „Við þurfum að hugsa svolítið vel um hana og koma henni almennilega á legg. En aftur að þá þurfum við að fara í að klára höfnina uppi í Landeyjum. Við þurfum að þrýsta á að ríkið klári þau mál þannig að við getum byggt hérna upp ferðaþjónustu allt árið um kring,“ segir Njáll.Metfjöldi skemmtiferðaskipa mun koma til Ísafjarðar í sumar.vísir/einarMetkomur skemmtiferðaskipa Á Ísafirði kemur fjöldi ferðamanna til bæjarins með skemmtiferðaskipum. Þannig er áætlað að um 90.000 farþegar komi á Ísafjörð með skemmtiferðaskipum í sumar. Suma daga verða yfir 6.000 ferðamenn í bænum en alls munu 110 skip koma og er það algjört met að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði. Þá er einnig von á metfjölda skemmtiferðaskipa á Seyðisfjörð. Þannig er von á 56 skipum þangað í sumar miðað við 42 síðasta sumar, að sögn Rúnars Gunnarssonar, hafnarvarðar. Ef skipin koma full alltaf eru það um 40.000 ferðamenn. En þrátt fyrir að allir þessir ferðamenn komi á Seyðisfjörð skila þeir sér ekki endilega yfir Fjarðarheiðina á Egilsstaði og víðar um Austurland. „Okkur vantar fleiri ferðamenn hérna og það er mikil árstíðasveifla hérna ennþá. Menn hafa viljað sjá flugvöllinn betur nýttan og þá með lækkun á flugvélaeldsneyti,“ segir Ívar Ingimarsson, eigandi gistiheimila á Egilsstöðum.Víða um land hefur fólk áhyggjur af fækkun ferðamanna þó að enn sé reiknað með því að ferðamönnum fjölgi á milli ára.vísir/einarÁhyggjur af fækkun ferðamanna Heimamenn víða um land ræða um samdrátt í ferðaþjónustunni en Isavia reiknar þó með 11 prósenta fjölgun ferðamanna í ár. Það er hægasti árlegi vöxtur á Íslandi frá árinu 2010 en þó mikill í alþjóðlegum samanburði. „Það er svolítið mikið um afbókanir og þá sérstaklega hjá stóru ferðaskrifstofuhópnum sem hafa verið okkar aðalviðskiptamannahópur undanfarin sumur,“ segir Ásgerður Þorleifsdóttir, starfsmaður á Hótel Ísafirði. Spurð út í það hvers vegna fólk sé að afbóka segir Ásgerður að henni skiljist að svona sé þetta búið að vera um allt land. „Hvort fólk sé farið að vera meira á eigin vegum eða hvort það sé bara orðið of dýrt að ferðast svona í hóp, að þetta sé orðið of dýrt. En mér skilst að þetta sé ekkert öðruvísi hjá okkur en annars staðar. Það eru bara alls staðar áhyggjur um þessa fækkun,“ segir hún. Þá segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins í Borgarnesi, að færri ferðamenn komi og þeir eyði miklu minna. „Málið er bara núna þegar krónan er orðin svona sterk hugsar fólk bara hvað kostar kaffibollinn heima og hvað kostar kaffibollinn hér? Fólki finnst þetta orðið rosalega dýrt,“ segir Sigríður.Ívar Ingimarsson rekur gistiheimili á Egilsstöðum.vísir/einarMisgott aðgengi að fjármagni eftir landshlutum Samhliða fjölgun og fækkun ferðamanna, eða stöðnun í straumi þeirra, blasa við ýmsar áskoranir. Fólkið í greininni telur aðgengi að fjármagni misgott eftir landshlutum. Það hamli vexti á sumum svæðum sem þyrftu góða innspýtingu. „Þetta kerfi er lýtur að lánastofnunum og öðru slíku fannst mér nánast með enga framtíðarsýn er lýtur að fjárfestingu úti á landi. Mjög margir hafa eflaust sömu sögu að segja,“ segir Ívar Ingimarsson. Hann segir að eitt af svörunum sem hann og viðskiptafélagar hans hafi fengið þegar þeir voru að leita að fjárfestingu hafi verið einfaldlega verið nei. „Og af hverju? Þá var svarið að Austurland væri ekki tilbúið fyrir svona fjárfestingu. Þá er spurning hvort kemur á undan eggið eða hænan? Við þurfum svona stað til að fá fleira ferðafólk. Ef við fáum ekki fjármagn til að byggja það, hvernig eigum við þá að fá það inn á svæðið?“Þarf að dreifa ferðamönnum betur um landið En hvort sem ferðamennirnir eru of margir eða of fáir að mati heimamanna er nokkur samhljómur um lausnir. Flestir telja þörf á betri dreifingu. Þannig kvarta heimamenn á Neskaupsstað, sem er fjölmennasti bær Fjarðabyggðar, yfir því að ferðamenn skili sér ekki í bæinn. „Ég held að það sé fyrir löngu kominn tími til að minnka álagið fyrir sunnan og dreifa fólki hingað,“ segir Pétur Hallgrímsson, eigandi Tónspils á Neskaupsstað. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að ferðamálayfirvöld hafi ekki gert nógu mikið í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Suðurlandið er uppselt núna og á í stórum vandamálum. Mér finnst ferðamálayfirvöld hafa ekki gert nógu mikið í því að dreifa ferðamönnum um landið. Ef menn eru með of mikið af mannskap eins og á Suðurlandinu mun það hrekja ferðamanninn frá því að koma aftur. Þannig það er mjög nauðsynlegt að farið sé í markvissar aðgerðir til að dreifa ferðamönnum um landið,“ segir hann. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, tekur í svipaðan streng. „Maður heyrir það þegar maður fer á suðvesturhornið og Suðurlandið að sumir eru orðnir dauðþreyttir á öllum ferðamönnunum á meðan við, og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina erum dálítið til í að fá fleiri.“Séð niður að Seyðisfirði frá Fjarðarheiði en Seyðfirðingar hafa lengi kallað eftir göngum yfir heiðina.vísir/einarSamgöngurnar víða flöskuháls Líkt og á höfuðborgarsvæðinu hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem sækir í heimagistingu áhrif á húsnæðismarkaðinn og í sumum smærri byggðum er allt fullt. „Eftirspurnin eftir gistirými og öðru er bara langt umfram það sem er í boði. En það eru heilmikil áform um uppbyggingu þannig að auðvitað þurfum að við stíga varlega til jarðar af því maður veit náttúrulega ekkert hvernig hlutirnir þróas,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar á Hornafirði. Þá reynast samgöngurnar víða flöskuháls. „Þau tækifæri sem við höfum hérna, í ferðaþjónustu og öðru, þetta hangir allt á því að við fáum þessi jarðgöng,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Seyðisfirði, og vísar þá í göng yfir Fjarðarheiði. Hún segir að fók verði skiljanlegt óöruggt við að fara yfir heiðina. „Það sem skiptir öllu máli um þróun ferðaþjónustu á Íslandi á næstu árum er hvernig haldið verður utan um samgöngumálin. Það er þannig með ferðamanninn að hann vill helst ekki hátt flækjustig,“ sgir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, bendir á að ekki sé búið klára vegaframkvæmdir á hinum svokallaða Demantshring á Norðausturlandi. „Það er bæði það að menn eiga erfitt með að komast norður. Síðan er það auðvitað demantshringurinn okkar sem hefur ekki verið kláraður og enn er ekki búið að fjármagna. Og er eiginlega alveg galið að ekki sé búið að klára þann hring ennþá. Þannig að menn geti farið úr Mývatnssveit, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og haldið áfram síðan yfir í Öxarfjörðinn og nýtt þetta svæði. Þetta er í rauninni bara lokað stóran hluta af árinu og þegar það er opið er það eingöngu fært fyrir vel búna bíla. Þetta er bara undarlegt,“ segir hún.Það er ekki langt síðan að ferðamenn fóru austur á Hornafjörð en ferðamönnum hefur fjölgað mikið þar á undanförnum árum.vísir/einarMarkaðssetning nauðsynleg fyrir fleiri staði en höfuðborgarsvæðið og Suðurland Nær sama hvar leitað er svara virðast flestir sammála um að markaðssetning á ferðaþjónustu þurfi að ná yfir víðara svæði en einungis höfuðborgarsvæðið og Suðurland. „Ferðamenn fara náttúrulega ekki þangað sem þeir vita ekki hvar er eða komast ekki þangað. Það er gríðarlega mikilvægt að farið sé í sértæka markaðssetningu á landsfjórðungum. Það þekkja allir Gullfoss, Geysi og Þingvelli en það þekkja miklu færri Seyðisfjörð, Lagarfljótsorminn, Hengifoss og hvað þá síður þekkta staði hér,“ segir Ívar Ingimarsson. „Við getum verið duglegri við að auglýsa okkur. Við sjáum að mikið af fólki sem kemur frá útlöndum fara bara á Seyðisfjörð, Seyðisfjörð, Borgarfjörð Eystri. Það eru svæði sem eru búin að vera svakalaega duglega við að suglýsa sig og ég held að við þurfum að vera aðeins duglegri við það,“ segja eigendur Hjá Marlin á Reyðarfirði. Þörf á stefnu og framtíðarsýn Einhverjir tala um skort á framtíðarsýn og telja nauðsynlegt að gera áætlun og vinna að skipulega að uppgangi greinarinnar innan hvers sveitarfélags. „Það er engin stefna í ferðaþjónustu, það er enginn að vinna í stefnu hjá Ísafjarðarbæ, í því að setja sér einhver markmið, búa til uppbyggingarverkefni,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. „Vatnajökulsþjóðgarður er náttúrulega stór partur af sveitafélaginu Hornafirði og við vitum að ríkið steig inn í og eignaðist jörðina Fell. Þar er búið að vera í gangi einhver áform um skipulagsmál en við viljum að ríkið taki fastar inn í og taki frumkvæðið í því að vinna nýtt skipulag við Jökulsárlón,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar á Hornafirði.Í Vestmannaeyjum er uppbygging í afþreyingu fyrir ferðamenn en sveitarstjórnarfólk segir að fleiri ferðalangar þurfi að koma í bæinn.vísir/einarAnnars staðar þurfi einfaldlega að bæta aðstöðu í bæjarfélaginu og gera hann aðlaðandi fyrir ferðamenn. „Ferðamennska hefur nú ekki verið okkar ær og kýr en hún er samt að vaxa hér. Við teljum okkur nú hafa ágætis perlur til að sýna en hér vantar tilfinnanlega hótel og ég held að það hljóti að verða ofarlega á listanum núna að reyna laða hingað hótel eða fá heimamenn til að legga út í þá fjárfestingu til að tryggja að ferðamenn geti að minnsta kosti verið hér yfir helgar,“ segir Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að stefnt sé að því að halda áfram framkvæmdum við sundlaugina og gera hana að þeirri heilsulind sem hún á skilið að vera. „Við ætlum í átak í uppbyggingu göngustíga , lýsingu og gera nýja stíga. Við vorum að leysa til okkar land þar sem gefast miklir möguleikar á uppbyggingu bæði á ferðatengdri starfsemi og íbúðum á Friðarstöðum fyrir innan bæinn,“ segir Aldís.Uppbygging víða um land Það er til marks um það hversu mikla trú menn hafa á ferðaþjónustunni og möguleikum hennar hér á Húsavík að nú er verið að undirbúa byggingu nýs hótels við sjávarsíðuna. „Hér er bara Norður-Atlantshafið og ekki land fyrr en bara Norðurpóllinn, liggur við. Þannig að þetta er flottur staður. Við áætlum svona fimm milljarða í byggingarkostnað,“ segir Kristján Eymundsson, framkvæmdastjóri Fakta Bygg í Stavanger. Þá er einnig uppbygging í Vestmannaeyjum. „Við höfum verið í samstarfi við stórfyrirtækið Merlin Entertainment sem stefna að því að koma héra upp gríðarlega stórri og mikilli aðstöðu. Bæði með lundaathvarf og hvali. Það má lengi áfram telja hvar við getum skapað okkur segla,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Guðmundur St. Jónsson, oddviti T-listans á Dalvík, segir að það gangi nokkuð vel að laða ferðamenn í bæinn. „Við höfum svolitla sérstöðu hérna. Við höfum þessa fjallaskíðamennsku og þyrluskíðamenn og mjög öflug hvalaskoðunarfyrirtæki þannig að við stöndum bara nokkuð vel,“ segir Guðmundur.Frá flugvellinum á Akureyri.vísir/pjeturMillilandaflug nauðsynlegt á landsbyggðinni En til þess að afþreyingin sem verið er að byggja upp víða um land nýtist sem best telja heimenn fyrir bæði austan og norðan að alþjóðaflug á landsbyggðina hljóti að vera lausnin til framtíðar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði hægt að koma á beinu flugi hér á Egilsstaðavöll og það er svona lykillinn að því að við náum alvöru dreifingu ferðamanna hingað austur,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri, vill ná beinu millilandaflugi þangað til að fjölga erlendum ferðamönnum sem gsita þar og verja þá meiri tíma á Norðurlandi. Tölurnar sýna að millilandaflug hefur mikil áhrif. „Við fengum flug frá Superbreak núna í vetur sem byrjaði í janúar og var fram í mars. Það voru 14 flug sem voru að skila okkur 8.500 gistináttum og tæplega 300 milljónum í auknar tekjur fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. Núna frá esember hefja þeir aftur flug og þá verður það þreföldun á tekjum sem við getum átt von á frá þessu flugi,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Það eru þó ákveðin skref sem þarf að taka áður en allt er sett á fullt í millilandaflugi fyrir norðan og austan. „Meðal annars þarf að jafna eldsneytisverð til flugs. Í dag er það mikið dýrara að fylla á vélarnar með eldsneyti hér en í Keflavík að það bara vegur upp alla styrki sem menn eru að tala um að setja í þetta,“ segir Björn. Á Akureyri þarf að byggja flugvöllinn upp. „Það þarf að byggja flugvöllinn upp. Það þarf að klára að fjármagna lendingarbúnað til að auka líkurnar á að lendingar gangi vel fyrir sig. En þetta gekk mjög vel og þrátt fyrir hnökra í byrjun þá erum við mjög bjartsýn á þetta, að það verði framhald. Bæði með þessum aðilum og vonandi fleirum í framtíðinni,“ segir Arnheiður.Annar málefnaþáttur Stöðvar 2 vegna sveitarstjórnarkosninganna verður á dagskrá annað kvöld strax að loknum kvöldfréttum. Þá verður fjallað um grunnþjónustuna. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent
Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014. Flestir ferðamenn sem sækja Ísland heim fara í Bláskógabyggð þar sem Gullni hringurinn er með fjölsóttustu ferðamannstöðunum, Þingvöllum, Gullfoss og Geysi. Spurningin er hvernig innviðir sveitarfélagsins séu og hvort það geti endalaust tekið á móti ferðamönnum. Jón Snæbjörnsson, oddviti Nýs afls, segir að í síðustu úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamanna hafi Bláskógabyggð ekki sótt fé í uppbyggingu. Það sé ekki gott. „Hér vantar tilfinnanlega að byggja upp,“ segir Jón. Óttar Bragi Þráinsson, oddviti Þ-listans, segir að það þurfi að gefa í í innviðauppbyggingunni. „En ég held að við höfum alla burði til þess.Í þessu sveitarfélagi er langstærsta atvinnugreinin ferðaþjónusta en ég held að á sama tíma hefur engin atvinnugrein jafn mikla möguleika og tækifæri til að vaxa eins og ferðaþjónustan.“Beðið eftir nýrri brú yfir Ölfusá Helgi Kjartansson, oddviti T-listans, segir að stærsta baráttumálið varðandi inniviðina sé kannski að hvetja ríkið til að sinna samgöngunum, löggæslunni, sjúkraflutningum og heilsugæslunni. „Að þeir innviðir séu líka í lagi. Það er stórt atriði finnst okkur,“ segir Helgi. Víðar standa spjótin á verkefni sem eru á vegum ríkisins. Í Árborg er beðið eftir nýrri brú yfir Ölfusá sem heimamenn segja forsendu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. „Brúin þolir þetta ekki lengur og við verðum að fá nýja brú. Ég er ekki hrifinn af vegtollum en spurning hvernig það verður útfært og hvaða umferð fer yfir brúna á að borga þá en númer 1, 2 og 3 þurfum við að flýta komu brúarinnar,“ segir Helgi S. Haraldsson, oddviti Framsóknar og óháðra í Árborg. Álfheiður Eymarsdóttir sem skipar 2. Sætið á lista Áfram Árborg segir íbúa bíða eftir nýrri brú. „Bæði aðgengið í gegnum brúna og inn í bæinn, þetta er orðið svo gamalt og þröngt að ferðaþjónustuaðilar sem hafa áhuga á að laða til sín ferðamenn og að þjónusta þá geta það varla.“Ferðamenn skila sér ekki til Eyja Staðan í ferðaþjónustunni í Vestmannaeyjum er á þann veg að heimamenn segja ferðamenn af Suðurlandi ekki skila sér til Eyja. „Það gætu verið gríðarlega mikil tækifæri hérna. Við búum við það á hverjum degi að fullt af ferðamönnum eru á Suðurlandinu og við fáum bara brotabrot af þeim hingað yfir. Þá komum við alltaf aftur að þessum flöskuháls sem samgöngurnar eru,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir að ferðaþjónustan eigi eftir að stækka sem atvinnugrein á komandi árum. „Við þurfum að hugsa svolítið vel um hana og koma henni almennilega á legg. En aftur að þá þurfum við að fara í að klára höfnina uppi í Landeyjum. Við þurfum að þrýsta á að ríkið klári þau mál þannig að við getum byggt hérna upp ferðaþjónustu allt árið um kring,“ segir Njáll.Metfjöldi skemmtiferðaskipa mun koma til Ísafjarðar í sumar.vísir/einarMetkomur skemmtiferðaskipa Á Ísafirði kemur fjöldi ferðamanna til bæjarins með skemmtiferðaskipum. Þannig er áætlað að um 90.000 farþegar komi á Ísafjörð með skemmtiferðaskipum í sumar. Suma daga verða yfir 6.000 ferðamenn í bænum en alls munu 110 skip koma og er það algjört met að sögn Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði. Þá er einnig von á metfjölda skemmtiferðaskipa á Seyðisfjörð. Þannig er von á 56 skipum þangað í sumar miðað við 42 síðasta sumar, að sögn Rúnars Gunnarssonar, hafnarvarðar. Ef skipin koma full alltaf eru það um 40.000 ferðamenn. En þrátt fyrir að allir þessir ferðamenn komi á Seyðisfjörð skila þeir sér ekki endilega yfir Fjarðarheiðina á Egilsstaði og víðar um Austurland. „Okkur vantar fleiri ferðamenn hérna og það er mikil árstíðasveifla hérna ennþá. Menn hafa viljað sjá flugvöllinn betur nýttan og þá með lækkun á flugvélaeldsneyti,“ segir Ívar Ingimarsson, eigandi gistiheimila á Egilsstöðum.Víða um land hefur fólk áhyggjur af fækkun ferðamanna þó að enn sé reiknað með því að ferðamönnum fjölgi á milli ára.vísir/einarÁhyggjur af fækkun ferðamanna Heimamenn víða um land ræða um samdrátt í ferðaþjónustunni en Isavia reiknar þó með 11 prósenta fjölgun ferðamanna í ár. Það er hægasti árlegi vöxtur á Íslandi frá árinu 2010 en þó mikill í alþjóðlegum samanburði. „Það er svolítið mikið um afbókanir og þá sérstaklega hjá stóru ferðaskrifstofuhópnum sem hafa verið okkar aðalviðskiptamannahópur undanfarin sumur,“ segir Ásgerður Þorleifsdóttir, starfsmaður á Hótel Ísafirði. Spurð út í það hvers vegna fólk sé að afbóka segir Ásgerður að henni skiljist að svona sé þetta búið að vera um allt land. „Hvort fólk sé farið að vera meira á eigin vegum eða hvort það sé bara orðið of dýrt að ferðast svona í hóp, að þetta sé orðið of dýrt. En mér skilst að þetta sé ekkert öðruvísi hjá okkur en annars staðar. Það eru bara alls staðar áhyggjur um þessa fækkun,“ segir hún. Þá segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins í Borgarnesi, að færri ferðamenn komi og þeir eyði miklu minna. „Málið er bara núna þegar krónan er orðin svona sterk hugsar fólk bara hvað kostar kaffibollinn heima og hvað kostar kaffibollinn hér? Fólki finnst þetta orðið rosalega dýrt,“ segir Sigríður.Ívar Ingimarsson rekur gistiheimili á Egilsstöðum.vísir/einarMisgott aðgengi að fjármagni eftir landshlutum Samhliða fjölgun og fækkun ferðamanna, eða stöðnun í straumi þeirra, blasa við ýmsar áskoranir. Fólkið í greininni telur aðgengi að fjármagni misgott eftir landshlutum. Það hamli vexti á sumum svæðum sem þyrftu góða innspýtingu. „Þetta kerfi er lýtur að lánastofnunum og öðru slíku fannst mér nánast með enga framtíðarsýn er lýtur að fjárfestingu úti á landi. Mjög margir hafa eflaust sömu sögu að segja,“ segir Ívar Ingimarsson. Hann segir að eitt af svörunum sem hann og viðskiptafélagar hans hafi fengið þegar þeir voru að leita að fjárfestingu hafi verið einfaldlega verið nei. „Og af hverju? Þá var svarið að Austurland væri ekki tilbúið fyrir svona fjárfestingu. Þá er spurning hvort kemur á undan eggið eða hænan? Við þurfum svona stað til að fá fleira ferðafólk. Ef við fáum ekki fjármagn til að byggja það, hvernig eigum við þá að fá það inn á svæðið?“Þarf að dreifa ferðamönnum betur um landið En hvort sem ferðamennirnir eru of margir eða of fáir að mati heimamanna er nokkur samhljómur um lausnir. Flestir telja þörf á betri dreifingu. Þannig kvarta heimamenn á Neskaupsstað, sem er fjölmennasti bær Fjarðabyggðar, yfir því að ferðamenn skili sér ekki í bæinn. „Ég held að það sé fyrir löngu kominn tími til að minnka álagið fyrir sunnan og dreifa fólki hingað,“ segir Pétur Hallgrímsson, eigandi Tónspils á Neskaupsstað. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að ferðamálayfirvöld hafi ekki gert nógu mikið í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Suðurlandið er uppselt núna og á í stórum vandamálum. Mér finnst ferðamálayfirvöld hafa ekki gert nógu mikið í því að dreifa ferðamönnum um landið. Ef menn eru með of mikið af mannskap eins og á Suðurlandinu mun það hrekja ferðamanninn frá því að koma aftur. Þannig það er mjög nauðsynlegt að farið sé í markvissar aðgerðir til að dreifa ferðamönnum um landið,“ segir hann. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, tekur í svipaðan streng. „Maður heyrir það þegar maður fer á suðvesturhornið og Suðurlandið að sumir eru orðnir dauðþreyttir á öllum ferðamönnunum á meðan við, og þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina erum dálítið til í að fá fleiri.“Séð niður að Seyðisfirði frá Fjarðarheiði en Seyðfirðingar hafa lengi kallað eftir göngum yfir heiðina.vísir/einarSamgöngurnar víða flöskuháls Líkt og á höfuðborgarsvæðinu hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem sækir í heimagistingu áhrif á húsnæðismarkaðinn og í sumum smærri byggðum er allt fullt. „Eftirspurnin eftir gistirými og öðru er bara langt umfram það sem er í boði. En það eru heilmikil áform um uppbyggingu þannig að auðvitað þurfum að við stíga varlega til jarðar af því maður veit náttúrulega ekkert hvernig hlutirnir þróas,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar á Hornafirði. Þá reynast samgöngurnar víða flöskuháls. „Þau tækifæri sem við höfum hérna, í ferðaþjónustu og öðru, þetta hangir allt á því að við fáum þessi jarðgöng,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á Seyðisfirði, og vísar þá í göng yfir Fjarðarheiði. Hún segir að fók verði skiljanlegt óöruggt við að fara yfir heiðina. „Það sem skiptir öllu máli um þróun ferðaþjónustu á Íslandi á næstu árum er hvernig haldið verður utan um samgöngumálin. Það er þannig með ferðamanninn að hann vill helst ekki hátt flækjustig,“ sgir Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, bendir á að ekki sé búið klára vegaframkvæmdir á hinum svokallaða Demantshring á Norðausturlandi. „Það er bæði það að menn eiga erfitt með að komast norður. Síðan er það auðvitað demantshringurinn okkar sem hefur ekki verið kláraður og enn er ekki búið að fjármagna. Og er eiginlega alveg galið að ekki sé búið að klára þann hring ennþá. Þannig að menn geti farið úr Mývatnssveit, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og haldið áfram síðan yfir í Öxarfjörðinn og nýtt þetta svæði. Þetta er í rauninni bara lokað stóran hluta af árinu og þegar það er opið er það eingöngu fært fyrir vel búna bíla. Þetta er bara undarlegt,“ segir hún.Það er ekki langt síðan að ferðamenn fóru austur á Hornafjörð en ferðamönnum hefur fjölgað mikið þar á undanförnum árum.vísir/einarMarkaðssetning nauðsynleg fyrir fleiri staði en höfuðborgarsvæðið og Suðurland Nær sama hvar leitað er svara virðast flestir sammála um að markaðssetning á ferðaþjónustu þurfi að ná yfir víðara svæði en einungis höfuðborgarsvæðið og Suðurland. „Ferðamenn fara náttúrulega ekki þangað sem þeir vita ekki hvar er eða komast ekki þangað. Það er gríðarlega mikilvægt að farið sé í sértæka markaðssetningu á landsfjórðungum. Það þekkja allir Gullfoss, Geysi og Þingvelli en það þekkja miklu færri Seyðisfjörð, Lagarfljótsorminn, Hengifoss og hvað þá síður þekkta staði hér,“ segir Ívar Ingimarsson. „Við getum verið duglegri við að auglýsa okkur. Við sjáum að mikið af fólki sem kemur frá útlöndum fara bara á Seyðisfjörð, Seyðisfjörð, Borgarfjörð Eystri. Það eru svæði sem eru búin að vera svakalaega duglega við að suglýsa sig og ég held að við þurfum að vera aðeins duglegri við það,“ segja eigendur Hjá Marlin á Reyðarfirði. Þörf á stefnu og framtíðarsýn Einhverjir tala um skort á framtíðarsýn og telja nauðsynlegt að gera áætlun og vinna að skipulega að uppgangi greinarinnar innan hvers sveitarfélags. „Það er engin stefna í ferðaþjónustu, það er enginn að vinna í stefnu hjá Ísafjarðarbæ, í því að setja sér einhver markmið, búa til uppbyggingarverkefni,“ segir Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. „Vatnajökulsþjóðgarður er náttúrulega stór partur af sveitafélaginu Hornafirði og við vitum að ríkið steig inn í og eignaðist jörðina Fell. Þar er búið að vera í gangi einhver áform um skipulagsmál en við viljum að ríkið taki fastar inn í og taki frumkvæðið í því að vinna nýtt skipulag við Jökulsárlón,“ segir Ásgerður Kristín Gylfadóttir, oddviti Framsóknar á Hornafirði.Í Vestmannaeyjum er uppbygging í afþreyingu fyrir ferðamenn en sveitarstjórnarfólk segir að fleiri ferðalangar þurfi að koma í bæinn.vísir/einarAnnars staðar þurfi einfaldlega að bæta aðstöðu í bæjarfélaginu og gera hann aðlaðandi fyrir ferðamenn. „Ferðamennska hefur nú ekki verið okkar ær og kýr en hún er samt að vaxa hér. Við teljum okkur nú hafa ágætis perlur til að sýna en hér vantar tilfinnanlega hótel og ég held að það hljóti að verða ofarlega á listanum núna að reyna laða hingað hótel eða fá heimamenn til að legga út í þá fjárfestingu til að tryggja að ferðamenn geti að minnsta kosti verið hér yfir helgar,“ segir Ólafur Adolfsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir að stefnt sé að því að halda áfram framkvæmdum við sundlaugina og gera hana að þeirri heilsulind sem hún á skilið að vera. „Við ætlum í átak í uppbyggingu göngustíga , lýsingu og gera nýja stíga. Við vorum að leysa til okkar land þar sem gefast miklir möguleikar á uppbyggingu bæði á ferðatengdri starfsemi og íbúðum á Friðarstöðum fyrir innan bæinn,“ segir Aldís.Uppbygging víða um land Það er til marks um það hversu mikla trú menn hafa á ferðaþjónustunni og möguleikum hennar hér á Húsavík að nú er verið að undirbúa byggingu nýs hótels við sjávarsíðuna. „Hér er bara Norður-Atlantshafið og ekki land fyrr en bara Norðurpóllinn, liggur við. Þannig að þetta er flottur staður. Við áætlum svona fimm milljarða í byggingarkostnað,“ segir Kristján Eymundsson, framkvæmdastjóri Fakta Bygg í Stavanger. Þá er einnig uppbygging í Vestmannaeyjum. „Við höfum verið í samstarfi við stórfyrirtækið Merlin Entertainment sem stefna að því að koma héra upp gríðarlega stórri og mikilli aðstöðu. Bæði með lundaathvarf og hvali. Það má lengi áfram telja hvar við getum skapað okkur segla,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri. Guðmundur St. Jónsson, oddviti T-listans á Dalvík, segir að það gangi nokkuð vel að laða ferðamenn í bæinn. „Við höfum svolitla sérstöðu hérna. Við höfum þessa fjallaskíðamennsku og þyrluskíðamenn og mjög öflug hvalaskoðunarfyrirtæki þannig að við stöndum bara nokkuð vel,“ segir Guðmundur.Frá flugvellinum á Akureyri.vísir/pjeturMillilandaflug nauðsynlegt á landsbyggðinni En til þess að afþreyingin sem verið er að byggja upp víða um land nýtist sem best telja heimenn fyrir bæði austan og norðan að alþjóðaflug á landsbyggðina hljóti að vera lausnin til framtíðar. „Við höfum verið að horfa til þess að það verði hægt að koma á beinu flugi hér á Egilsstaðavöll og það er svona lykillinn að því að við náum alvöru dreifingu ferðamanna hingað austur,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri, vill ná beinu millilandaflugi þangað til að fjölga erlendum ferðamönnum sem gsita þar og verja þá meiri tíma á Norðurlandi. Tölurnar sýna að millilandaflug hefur mikil áhrif. „Við fengum flug frá Superbreak núna í vetur sem byrjaði í janúar og var fram í mars. Það voru 14 flug sem voru að skila okkur 8.500 gistináttum og tæplega 300 milljónum í auknar tekjur fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi. Núna frá esember hefja þeir aftur flug og þá verður það þreföldun á tekjum sem við getum átt von á frá þessu flugi,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Það eru þó ákveðin skref sem þarf að taka áður en allt er sett á fullt í millilandaflugi fyrir norðan og austan. „Meðal annars þarf að jafna eldsneytisverð til flugs. Í dag er það mikið dýrara að fylla á vélarnar með eldsneyti hér en í Keflavík að það bara vegur upp alla styrki sem menn eru að tala um að setja í þetta,“ segir Björn. Á Akureyri þarf að byggja flugvöllinn upp. „Það þarf að byggja flugvöllinn upp. Það þarf að klára að fjármagna lendingarbúnað til að auka líkurnar á að lendingar gangi vel fyrir sig. En þetta gekk mjög vel og þrátt fyrir hnökra í byrjun þá erum við mjög bjartsýn á þetta, að það verði framhald. Bæði með þessum aðilum og vonandi fleirum í framtíðinni,“ segir Arnheiður.Annar málefnaþáttur Stöðvar 2 vegna sveitarstjórnarkosninganna verður á dagskrá annað kvöld strax að loknum kvöldfréttum. Þá verður fjallað um grunnþjónustuna.
Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
Ákall um bættar samgöngur, pottar í skugga og hnýsnir farþegar Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 heimsótti Vestfirði í liðinni viku. 16. maí 2018 09:00