Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 19:51 Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi. Vísir/Stefán Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Kjörskráin var samþykkt og undirrituð með fyrirvara á fundi nefndarinnar í dag. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það er vitað að Þjóðskrá er með athugun á þessum mikla fjölda, það bættust 40 prósent við íbúafjöldann hérna og það er verið að fara í gegnum þau mál. Þar af leiðandi þá var það eðlilegt að við myndum gera breytingar. Vegna þess að það er nokkuð víst að þær verða einhverjar, þó að ég viti ekki hverjar.“ Eins og kom fram á Vísi í dag er lögum samkvæmt hægt er að gera breytingar á kjörskránni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram. „65 minnir mig,“ svarar Eva aðspurð um það hversu margir eru á nýju kjörskránni. Í síðustu kosningum voru 43 á kjörskrá. „Það voru þrír sem að bættust inn í kjörskrá um eða eftir áramótin. En svo á tímabilinu 24. Apríl til 4. eða 5. maí þá kom restin. Það voru held ég 17 manns en fækkaði síðan um tvo, þannig að það eru 15 sem bættust við á þessum tíu dögum.“ Kjörskráin er til sýnis í kjörbúðinni að sögn Evu. Hreppsnefndin mun funda aftur um málið þegar niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Þjóðskrá Íslands hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Þjóðskrá stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi fyrr í dag. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki. Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Kjörskráin var samþykkt og undirrituð með fyrirvara á fundi nefndarinnar í dag. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það er vitað að Þjóðskrá er með athugun á þessum mikla fjölda, það bættust 40 prósent við íbúafjöldann hérna og það er verið að fara í gegnum þau mál. Þar af leiðandi þá var það eðlilegt að við myndum gera breytingar. Vegna þess að það er nokkuð víst að þær verða einhverjar, þó að ég viti ekki hverjar.“ Eins og kom fram á Vísi í dag er lögum samkvæmt hægt er að gera breytingar á kjörskránni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram. „65 minnir mig,“ svarar Eva aðspurð um það hversu margir eru á nýju kjörskránni. Í síðustu kosningum voru 43 á kjörskrá. „Það voru þrír sem að bættust inn í kjörskrá um eða eftir áramótin. En svo á tímabilinu 24. Apríl til 4. eða 5. maí þá kom restin. Það voru held ég 17 manns en fækkaði síðan um tvo, þannig að það eru 15 sem bættust við á þessum tíu dögum.“ Kjörskráin er til sýnis í kjörbúðinni að sögn Evu. Hreppsnefndin mun funda aftur um málið þegar niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Þjóðskrá Íslands hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Þjóðskrá stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi fyrr í dag. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki.
Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45