Flutningurinn til Íslands minnti Sindra á Con Air Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. maí 2018 12:00 Rætt var við Sindra Þór í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Mynd/X977 Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. Hann segir flóttann ekki hafa verið neina skemmtiferð og að vera hans í fangelsi í Amsterdam hafi verið erfið. Rætt var við Sindra Þór í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Sindri segir flóknar hugsanir hafa farið í gegnum huga hans eftir að honum var tjáð í apríl að hann væri ekki lengur í gæsluvarðhaldi en yrði áfram haldið á Sogni. „Þetta var bara stríð í hausnum á mér. Er ég frjáls? Er ég í alvöru frjáls? Og ætla ég að vera hérna? Ég var í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og í einangrun í fjórar vikur. Svo segja þeir við mig að ég sé frjáls og á ég þá að vera í fangelsi af eigin vilja? Þetta meikar ekki sens að ég fari að hlaupa bara í burtu sem frjáls maður. Þarf ég að hlaupa í burtu en samt er ég frjáls maður?“ Sindri sat í gæsluvarðhaldi í tíu vikur á Íslandi, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum þjófnaði á tölvum úr gagnverum í vetur. Þar á meðal var hann í einangrun í fjórar vikur. Hann ræddi flótta sinn í Harmageddon í morgun en sagðist ekki geta tjáð sig um þann stórfellda þjófnað sem hann er sakaður um. „Já þetta er án efa erfiðasti tími sem ég hef upplifað. Það er bara þannig. Að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni og vera bara kippt út úr þjóðfélaginu. Þetta er, þetta tekur mjög mikið á sálarlífið.“Viðtalið við Sindra má heyra hér að neðan.Flóttinn skipulagður í flýti Það var um kvöldmatarleytið þann 16. apríl sem Sindra var tjáð að hann væri ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Hann segist hafa hugsað ráð sitt til um klukkan ellefu um kvöldið. „Þá tek ég ákvörðun. Ég ætla ekki að láta segja mér fyrir verkum ef það er ekki lagaheimild fyrir því. Upp úr því þá panta ég flugið og skila tölvunni fyrir tólf eins og ég á að gera og er svo farinn klukkutíma seinna. Þetta er algjörlega gert í flýti, sem ég geri mjög oft að gera eitthvað í flýti. Ég er mjög hvatvís. Ég sá eftir þessu strax og ég var kominn upp á völl en þetta gerðist bara og þegar ég var kominn út og ég sá svo mikið eftir þessu úti.“ Hann segist hafa verið sérstaklega áhyggjufullur um að lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli myndu þekkja hann vegna máls síns. Hann hafi reynt að láta lítið fyrir sér fara þar til hann kæmist út af flugvellinum í Stokkhólmi. Seinna komst hann að því að það munaði klukkutíma á því að lögreglan hefði náð honum á Arlanda flugvelli. Þegar hann var kominn í leigubíl komst hann í netsamband og sá þá fyrstu fréttirnar af máli sínu. „Einhvern veginn verður þetta downhill from there. Bæði andlega og í fjölmiðlum. Þetta var ekki ævintýraferð. Ég fór ekki á kaffihús og í garðinn. Þetta var mjög, mjög erfitt. Aðallega út af fjölskyldunni, hvernig þetta er að koma á þau. Þetta kom svo óvart á þau. Þau sem eru eldri í fjölskyldunni minni skilja ekki alveg hvað er í gangi og ég vissi að það væru allir grátandi heima.Sindri ásamt vinum sínum Hafþóri Loga Hlynssyni (til vinstri) og Viktori Inga Sigurðssyni skömmu áður en hann var handtekinn í Amsterdam.Instagram @haffilogiVildi segja sína hlið Þann 20. apríl birtist yfirlýsing frá Sindra í Fréttablaðinu og segist Sindri hafa viljað segja sína hlið á málinu. „Eins og þið kannski vitið þá var búið að koma gífurlega mikið af fréttum um hversu slæmur maður ég er og að ég væri að flýja úr fangelsi og allt þetta. Búið að mála mjög svarta mynd sem var ekki raunin og ég vildi meina að það væri ekki ástæðan fyrir að ég væri að fara, að ég væri að flýja fangelsi. Ég vildi bara að ef fólk ætlaði að vera inni í þessu að það fái að vita mína hlið og ég tala semsagt bara við lögfræðinginn minn og sendi honum það sem ég skrifa og hann sendir það áfram og lætur yfirfara það. Ég veit ekkert hvert hann ætlaði að senda það, ég setti þetta bara frá mér,“ segir Sindri. „Ákveðnir fjölmiðlar máluðu mjög svarta mynd af þessu og voru að hafa samband við fjölskyldu og random vini. Grafa upp gömul dómsmál og upplýsa allt. Ég er alveg berskjaldaður.“ Sindri segist hafa viljað snúa strax heim, fjölskyldu sinnar vegna. Það hafi þó reynst flókið vegna þess að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokaði nokkurs konar samstarf við Sindra þess efnis. Um tíu dögum eftir flóttann var Sindri handtekinn í miðbæ Amsterdam. Hann segir að honum hafi þótt einkennilegt að tveir lögregluþjónar hafi þekkt hann í svo stórum hópi fólks í miðri stórborg. „Þeir koma bara beint til mín og biðja um skilríki og ég er handtekinn strax. Það er ekki nóg með að þeir vissu nákvæmlega hver ég var heldur vissu þeir líka með hverjum ég var, hvað þeir hétu, þeir vissu af vini mínum á Spáni, hvað hann hét.“ Í Amsterdam var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald og segir hann þá dvöl hafa verið sérstaklega erfiða. „Ég var lokaður inni í 23 tíma á sólarhring í minni klefum en eru hér heima. Við fengum að fara út einu sinni á dag og þar var alls konar lið sem maður hitti. Bæði stórglæpamenn og minni krimmar. Þetta var svona. Maður var ekkert að blanda geði endilega við aðra. Notaði helst bara hreyfinguna.“Var þetta óþægilegur félagsskapur?„Nei ekki þannig, en ég hef alveg haft hann betri.“Eins og úr bíómynd Sindri segir einnig að flutningurinn heim til Ílands hafi verið sérstakur. „Þetta var svona eins og í Con Air bara. Ég er í belti og járnum og það eru spottar á þessu belti þannig að ef ég er óþekkur þá toga þeir bara í hann og pakka mér saman. Ég var fyrstur inn í Icelandair og sat aftast í vélinni með tvo menn sitt hvorum megin við mig. Svo var enginn í röðinni fyrir framan og svo kom almenningur,“ segir hann.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Ég brosti bara og var kurteis og nýtti mér að fá mér að borða. Ég fékk ekkert að borða í fangelsinu úti. Ég fékk einn 1944 pakka og það var það sem ég átti að borða á dag. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom upp á flugvöll var að biðja lögreglumanninn að fara í sjálfsala og kaupa eitthvað að borða handa mér, sem hann gerði.“ Við heimkomuna var Sindri Þór úrskurðaður í farbann, en lögregla fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Hann segist vona að niðurstaða komist í málið sem fyrst, hvort sem hann verði ákærður eða hann hafi ekki lengur stöðu grunaðs manns. „Það fer bara eins og þetta fer. Ég vil bara fara að halda áfram með líf mitt og hreinsa mannorð mitt. Það fór aðeins niður við þetta,“ segir Sindri. „Ég hef ekkert á móti frægð, hafði ég hugsað mér, en ekki fyrir þetta. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki. Ég er menntaður og ég er með fjölskyldu og svo þegar fólk horfir á mig þá er ég flóttamaður. Þá er ég glæpamaður. Fólk sem þekkir mig ekki eða þekkir ekki söguna. Ég ætla ekki að gleyma þessu. Ég vil hreinsa mannorð mitt.“ Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson segist vilja hreinsa mannorð sitt og halda áfram með líf sitt. Hann hafi engan áhuga á að vera þekktur á Íslandi sem strokufangi. Hann segir flóttann ekki hafa verið neina skemmtiferð og að vera hans í fangelsi í Amsterdam hafi verið erfið. Rætt var við Sindra Þór í þættinum Harmageddon á X-inu í morgun. Sindri segir flóknar hugsanir hafa farið í gegnum huga hans eftir að honum var tjáð í apríl að hann væri ekki lengur í gæsluvarðhaldi en yrði áfram haldið á Sogni. „Þetta var bara stríð í hausnum á mér. Er ég frjáls? Er ég í alvöru frjáls? Og ætla ég að vera hérna? Ég var í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og í einangrun í fjórar vikur. Svo segja þeir við mig að ég sé frjáls og á ég þá að vera í fangelsi af eigin vilja? Þetta meikar ekki sens að ég fari að hlaupa bara í burtu sem frjáls maður. Þarf ég að hlaupa í burtu en samt er ég frjáls maður?“ Sindri sat í gæsluvarðhaldi í tíu vikur á Íslandi, en hann er grunaður um aðild að stórfelldum þjófnaði á tölvum úr gagnverum í vetur. Þar á meðal var hann í einangrun í fjórar vikur. Hann ræddi flótta sinn í Harmageddon í morgun en sagðist ekki geta tjáð sig um þann stórfellda þjófnað sem hann er sakaður um. „Já þetta er án efa erfiðasti tími sem ég hef upplifað. Það er bara þannig. Að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni og vera bara kippt út úr þjóðfélaginu. Þetta er, þetta tekur mjög mikið á sálarlífið.“Viðtalið við Sindra má heyra hér að neðan.Flóttinn skipulagður í flýti Það var um kvöldmatarleytið þann 16. apríl sem Sindra var tjáð að hann væri ekki lengur í gæsluvarðhaldi. Hann segist hafa hugsað ráð sitt til um klukkan ellefu um kvöldið. „Þá tek ég ákvörðun. Ég ætla ekki að láta segja mér fyrir verkum ef það er ekki lagaheimild fyrir því. Upp úr því þá panta ég flugið og skila tölvunni fyrir tólf eins og ég á að gera og er svo farinn klukkutíma seinna. Þetta er algjörlega gert í flýti, sem ég geri mjög oft að gera eitthvað í flýti. Ég er mjög hvatvís. Ég sá eftir þessu strax og ég var kominn upp á völl en þetta gerðist bara og þegar ég var kominn út og ég sá svo mikið eftir þessu úti.“ Hann segist hafa verið sérstaklega áhyggjufullur um að lögreglumenn á Keflavíkurflugvelli myndu þekkja hann vegna máls síns. Hann hafi reynt að láta lítið fyrir sér fara þar til hann kæmist út af flugvellinum í Stokkhólmi. Seinna komst hann að því að það munaði klukkutíma á því að lögreglan hefði náð honum á Arlanda flugvelli. Þegar hann var kominn í leigubíl komst hann í netsamband og sá þá fyrstu fréttirnar af máli sínu. „Einhvern veginn verður þetta downhill from there. Bæði andlega og í fjölmiðlum. Þetta var ekki ævintýraferð. Ég fór ekki á kaffihús og í garðinn. Þetta var mjög, mjög erfitt. Aðallega út af fjölskyldunni, hvernig þetta er að koma á þau. Þetta kom svo óvart á þau. Þau sem eru eldri í fjölskyldunni minni skilja ekki alveg hvað er í gangi og ég vissi að það væru allir grátandi heima.Sindri ásamt vinum sínum Hafþóri Loga Hlynssyni (til vinstri) og Viktori Inga Sigurðssyni skömmu áður en hann var handtekinn í Amsterdam.Instagram @haffilogiVildi segja sína hlið Þann 20. apríl birtist yfirlýsing frá Sindra í Fréttablaðinu og segist Sindri hafa viljað segja sína hlið á málinu. „Eins og þið kannski vitið þá var búið að koma gífurlega mikið af fréttum um hversu slæmur maður ég er og að ég væri að flýja úr fangelsi og allt þetta. Búið að mála mjög svarta mynd sem var ekki raunin og ég vildi meina að það væri ekki ástæðan fyrir að ég væri að fara, að ég væri að flýja fangelsi. Ég vildi bara að ef fólk ætlaði að vera inni í þessu að það fái að vita mína hlið og ég tala semsagt bara við lögfræðinginn minn og sendi honum það sem ég skrifa og hann sendir það áfram og lætur yfirfara það. Ég veit ekkert hvert hann ætlaði að senda það, ég setti þetta bara frá mér,“ segir Sindri. „Ákveðnir fjölmiðlar máluðu mjög svarta mynd af þessu og voru að hafa samband við fjölskyldu og random vini. Grafa upp gömul dómsmál og upplýsa allt. Ég er alveg berskjaldaður.“ Sindri segist hafa viljað snúa strax heim, fjölskyldu sinnar vegna. Það hafi þó reynst flókið vegna þess að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokaði nokkurs konar samstarf við Sindra þess efnis. Um tíu dögum eftir flóttann var Sindri handtekinn í miðbæ Amsterdam. Hann segir að honum hafi þótt einkennilegt að tveir lögregluþjónar hafi þekkt hann í svo stórum hópi fólks í miðri stórborg. „Þeir koma bara beint til mín og biðja um skilríki og ég er handtekinn strax. Það er ekki nóg með að þeir vissu nákvæmlega hver ég var heldur vissu þeir líka með hverjum ég var, hvað þeir hétu, þeir vissu af vini mínum á Spáni, hvað hann hét.“ Í Amsterdam var Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald og segir hann þá dvöl hafa verið sérstaklega erfiða. „Ég var lokaður inni í 23 tíma á sólarhring í minni klefum en eru hér heima. Við fengum að fara út einu sinni á dag og þar var alls konar lið sem maður hitti. Bæði stórglæpamenn og minni krimmar. Þetta var svona. Maður var ekkert að blanda geði endilega við aðra. Notaði helst bara hreyfinguna.“Var þetta óþægilegur félagsskapur?„Nei ekki þannig, en ég hef alveg haft hann betri.“Eins og úr bíómynd Sindri segir einnig að flutningurinn heim til Ílands hafi verið sérstakur. „Þetta var svona eins og í Con Air bara. Ég er í belti og járnum og það eru spottar á þessu belti þannig að ef ég er óþekkur þá toga þeir bara í hann og pakka mér saman. Ég var fyrstur inn í Icelandair og sat aftast í vélinni með tvo menn sitt hvorum megin við mig. Svo var enginn í röðinni fyrir framan og svo kom almenningur,“ segir hann.Stiklu úr myndinni má sjá hér að neðan.„Ég brosti bara og var kurteis og nýtti mér að fá mér að borða. Ég fékk ekkert að borða í fangelsinu úti. Ég fékk einn 1944 pakka og það var það sem ég átti að borða á dag. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom upp á flugvöll var að biðja lögreglumanninn að fara í sjálfsala og kaupa eitthvað að borða handa mér, sem hann gerði.“ Við heimkomuna var Sindri Þór úrskurðaður í farbann, en lögregla fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Hann segist vona að niðurstaða komist í málið sem fyrst, hvort sem hann verði ákærður eða hann hafi ekki lengur stöðu grunaðs manns. „Það fer bara eins og þetta fer. Ég vil bara fara að halda áfram með líf mitt og hreinsa mannorð mitt. Það fór aðeins niður við þetta,“ segir Sindri. „Ég hef ekkert á móti frægð, hafði ég hugsað mér, en ekki fyrir þetta. Þetta er eitthvað sem ég vildi ekki. Ég er menntaður og ég er með fjölskyldu og svo þegar fólk horfir á mig þá er ég flóttamaður. Þá er ég glæpamaður. Fólk sem þekkir mig ekki eða þekkir ekki söguna. Ég ætla ekki að gleyma þessu. Ég vil hreinsa mannorð mitt.“
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira