Hreggnasi framlengir samning um Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2018 08:36 Mynd: Hreggnasi FB Veiðifélagið Hreggnasi hefur nokkur af vinsælustu veiðisvæðum landsins innan sinna banda og meðal þeirra er Laxá í Dölum sem nýtur mikilla vinsælda. Á dögunum var undirritaður samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Laxdæla hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Laxá í Dölum næstu árin. Samstarf félaganna tveggja nær aftur til ársins 2014, en þá hófst leiga Hreggnasa að vatnasvæðinu. Markviss uppbygging á laxastofni árinnar hefur átt sér stað síðan þá, meðal annars með breytingu á veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda og fiskrækt.Laxá í Dölum er á efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Hún rennur um söguslóðir í Laxárdal og fellur til sjávar skammt sunnan Búðardals. Veitt er á fjórar til sex stangir og er gott veiðihús til afnota fyrir gesti við Þrándargil. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er mjög góð eftir mögur ár á undan, eða tæplega 1.400 laxar. Þetta er með hæstu veiði á landsvísu sé miðað við afla á hverja dagsstöng. Veiðifélagið Hreggnasi ehf var stofnað árið 2000 af feðgunum Jóni Þór Júlíussyni og Júlíusi Jónssyni. Félagið byrjaði með eitt veiðisvæði en í dag bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fjölbreitta kosti víðsvegar um landið. Meðal þeirra eru Hafralónsá, Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Grímsá og Tunguá, Laxá í Dölum, Krossá á Skarðsströnd, Svalbarðsá og Hofsá í Vopnafirði. Mest lesið Talið niður í vorveiðina Veiði Sala hafin á veiðileyfum i Korpu Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði Samræma veiðina en taka ekki upp net Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði Síðasta Opna Hús SVFR fer fram föstudaginn 29. apríl Veiði Uppselt í Hítará Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði
Veiðifélagið Hreggnasi hefur nokkur af vinsælustu veiðisvæðum landsins innan sinna banda og meðal þeirra er Laxá í Dölum sem nýtur mikilla vinsælda. Á dögunum var undirritaður samningur á milli Veiðifélagsins Hreggnasa annars vegar og Veiðifélags Laxdæla hins vegar, um áframhaldandi leigu þess fyrrnefnda að Laxá í Dölum næstu árin. Samstarf félaganna tveggja nær aftur til ársins 2014, en þá hófst leiga Hreggnasa að vatnasvæðinu. Markviss uppbygging á laxastofni árinnar hefur átt sér stað síðan þá, meðal annars með breytingu á veiðifyrirkomulagi, stangarfjölda og fiskrækt.Laxá í Dölum er á efa meðal bestu laxveiðáa landsins. Hún rennur um söguslóðir í Laxárdal og fellur til sjávar skammt sunnan Búðardals. Veitt er á fjórar til sex stangir og er gott veiðihús til afnota fyrir gesti við Þrándargil. Meðalveiði undanfarinna þriggja ára er mjög góð eftir mögur ár á undan, eða tæplega 1.400 laxar. Þetta er með hæstu veiði á landsvísu sé miðað við afla á hverja dagsstöng. Veiðifélagið Hreggnasi ehf var stofnað árið 2000 af feðgunum Jóni Þór Júlíussyni og Júlíusi Jónssyni. Félagið byrjaði með eitt veiðisvæði en í dag bjóðum við viðskiptavinum okkar upp á fjölbreitta kosti víðsvegar um landið. Meðal þeirra eru Hafralónsá, Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Grímsá og Tunguá, Laxá í Dölum, Krossá á Skarðsströnd, Svalbarðsá og Hofsá í Vopnafirði.
Mest lesið Talið niður í vorveiðina Veiði Sala hafin á veiðileyfum i Korpu Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði Samræma veiðina en taka ekki upp net Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Stórlax á hitch úr Ytri Rangá Veiði Síðasta Opna Hús SVFR fer fram föstudaginn 29. apríl Veiði Uppselt í Hítará Veiði Brúará fyrir landi Sels til SVFR Veiði