Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2018 06:02 Meghan Markle er lýst sem mikilli pabbastelpu. Daily Mail Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi. Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. Faðir hennar, Thomas Markle, lét hafa eftir sér í samtali við dægurmálarisann TMZ að myndi halda sig heima - en ljósmyndahneyksli og orðrómar um lélegt heilsufar föðurins hafa farið hátt í breskum fjölmiðlum að undanförnu. Í tilkynningu frá Kensington-höll sagði að mál Thomas Markle skipti hina verðandi brúður miklu máli. Meghan og Harry báðu jafnframt um að fjölmiðlar og almenningur myndu sýna Thomas Markle skilning og virðingu á „þessum erfiðu tímum.“ Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að Thomas Markle sé talinn vera frekar feiminn og mikill einfari. Þá hefur gulu pressunni í Bretlandi þótt hann heldur luralegur og ýjað að því hann sé ekki þess verðugur að vera tengdapabbi Bretaprinsins.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan MarkleFyrrnefnt ljósmyndahneyksli laut þannig að tilraunum Thomas Markle til að bæta ímynd sína í breskum blöðum. Ráðinn var paparazzi-ljósmyndari til að taka myndir af pabbanum, sem látnar voru líta út eins og þær væru teknar í laumi, og þeim dreift til fjölmiðla sem greiddu háar upphæðir fyrir. Á myndunum sást Thomas sýsla ýmislegt í aðdraganda brúðkaupsins; máta jakkaföt, lesa greinar um brúðkaupið og koma sér í form fyrir stóra daginn. Mail on Sunday greindi síðan frá því um helgina að myndirnar væru uppstilltar og í raun algjört plat. Það olli skiljanlega miklu fjaðrafoki. Hálfsystir Meghan Markle, Samantha, sagðist bera ábyrgð á myndatökunni. Pressan í Bretlandi hafi teiknað upp ljóta mynd af pabba hennar og því hafi hún hvatt hann til að láta taka af sér „jákvæðar myndir“ eins og segir í tísti hennar hér að neðan.Þá er jafnframt talið að Thomas Markle hafi fengið hjartaáfall fyrir skömmu - og einhverjir vilja rekja það til áreitisins sem hann hefur mátt þola af hendi breskra fjölmiðla. Það hefur þó ekki fengist staðfest og tilkynningar frá bresku krúnunni ekki borið það með sér. Thomas Markel starfaði á árum áður við uppsetningu ljósabúnaðar fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti, til að mynda fyrir þættina Married with Children og General Hospital. Þótti lýsing hans svo góð að Thomas og teymi hans hlutu tvenn Emmy-verðlaun fyrir vikið. Thomas og móðir Meghan, Doria Ragland, skildu þegar Meghan var sex ára gömul. Thomas, sem á tvö börn úr fyrra hjónabandi - til að mynda fyrrnefnda Samönthu - fór fram á gjaldþrot fyrir tveimur árum síðan. Meghan er sögð vera í öngum sínum vegna umfjöllunarinnar um föður hennar en á vef breska ríkisútvarpsins segir að hún sé mikil „pabbastelpa.“ Brúðkaup Meghan Markle og Harry Bretaprins fer fram laugardaginn næstkomandi.
Kóngafólk Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00 Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um brúðkaup Harry og Meghan Markle Aðeins tíu dagar eru í að Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle gangi í það heilaga, en athöfnin fer fram þann 19. maí næstkomandi. 9. maí 2018 22:00