Erum með mikið sjálfstraust Hjörvar Ólafsson skrifar 15. maí 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa byrjað tímabilið af krafti. Fréttablaðið/Anton brink Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar hennar hjá Breiðabliki mæta HK/Víkingi í nágrannaslag í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Berglind Björg hefur, líkt og Breiðabliksliðið allt, farið vel af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Nýliðar HK/Víkings hafa hins vegar sýnt klærnar í upphafi deildarinnar, en liðið vann FH í fyrstu umferðinni og tapaði svo fyrir ríkjandi Íslandsmeisturum, Þór/KA, eftir hörkuleik í annarri umferðinni. Breiðablik hefur aftur á móti haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en liðið hefur skorað tíu mörk í öruggum sigrum. Berglind Björg hefur skorað fjögur af þessum tíu mörkum, en hún er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. „Það er mikið sjálfstraust í liðinu eftir góða byrjun í deildinni í sumar. Við byrjuðum mótið af miklum krafti með góðum sigri á Stjörnunni og svo fylgdi sannfærandi sigur á Grindavík þar í kjölfarið. Við ætlum að halda þessu áfram og stefnan er sett á þrjú stig í leiknum gegn HK/Víkingi,“ sagði Berglind Björg í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum frábæra leikmenn eftir síðasta tímabil, en þeir leikmenn sem eftir eru hafa fengið aukna ábyrgð í staðinn. Það eru margir leikmenn sem hafa gripið tækifærið og staðið sig mjög vel. Við fylltum líka í skörðin með nýjum og öflugum leikmönnum. Þetta hefur leitt til þess að við söknum ekki þeirra leikmanna sem fóru og gæði liðsins eru á pari við liðið í fyrra að mínu mati. Við notuðum veturinn vel í að byggja upp nýtt lið. Leikmannahópurinn hefur smollið vel saman og liðsandinn í hópnum er alveg frábær,“ sagði hún um stemminguna í Breiðabliki. Breiðablik stefnir að því að komast upp að hlið Þórs/KA, sem trónir á toppi deildarinnar með níu stig, með sigri gegn HK/Víkingi. Þá getur Berglind Björg jafnað eða skotist upp fyrir Söndru Maríu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með marki eða mörkum í leiknum. „Það er alltaf jafn góð tilfinning að skora og það eykur sjálfsöryggið að sjá boltann í netinu. Það var gott að brjóta ísinn strax í fyrsta leik og það hefur gengið vel að koma boltanum í markið í upphafi leiktíðarinnar. Vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut og halda áfram að hjálpa liðinu með því að skora,“ sagði Berglind Björg um markaskorun sína. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar hennar hjá Breiðabliki mæta HK/Víkingi í nágrannaslag í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Berglind Björg hefur, líkt og Breiðabliksliðið allt, farið vel af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Nýliðar HK/Víkings hafa hins vegar sýnt klærnar í upphafi deildarinnar, en liðið vann FH í fyrstu umferðinni og tapaði svo fyrir ríkjandi Íslandsmeisturum, Þór/KA, eftir hörkuleik í annarri umferðinni. Breiðablik hefur aftur á móti haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en liðið hefur skorað tíu mörk í öruggum sigrum. Berglind Björg hefur skorað fjögur af þessum tíu mörkum, en hún er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. „Það er mikið sjálfstraust í liðinu eftir góða byrjun í deildinni í sumar. Við byrjuðum mótið af miklum krafti með góðum sigri á Stjörnunni og svo fylgdi sannfærandi sigur á Grindavík þar í kjölfarið. Við ætlum að halda þessu áfram og stefnan er sett á þrjú stig í leiknum gegn HK/Víkingi,“ sagði Berglind Björg í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum frábæra leikmenn eftir síðasta tímabil, en þeir leikmenn sem eftir eru hafa fengið aukna ábyrgð í staðinn. Það eru margir leikmenn sem hafa gripið tækifærið og staðið sig mjög vel. Við fylltum líka í skörðin með nýjum og öflugum leikmönnum. Þetta hefur leitt til þess að við söknum ekki þeirra leikmanna sem fóru og gæði liðsins eru á pari við liðið í fyrra að mínu mati. Við notuðum veturinn vel í að byggja upp nýtt lið. Leikmannahópurinn hefur smollið vel saman og liðsandinn í hópnum er alveg frábær,“ sagði hún um stemminguna í Breiðabliki. Breiðablik stefnir að því að komast upp að hlið Þórs/KA, sem trónir á toppi deildarinnar með níu stig, með sigri gegn HK/Víkingi. Þá getur Berglind Björg jafnað eða skotist upp fyrir Söndru Maríu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með marki eða mörkum í leiknum. „Það er alltaf jafn góð tilfinning að skora og það eykur sjálfsöryggið að sjá boltann í netinu. Það var gott að brjóta ísinn strax í fyrsta leik og það hefur gengið vel að koma boltanum í markið í upphafi leiktíðarinnar. Vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut og halda áfram að hjálpa liðinu með því að skora,“ sagði Berglind Björg um markaskorun sína.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira