Erum með mikið sjálfstraust Hjörvar Ólafsson skrifar 15. maí 2018 08:30 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur hennar í Breiðabliki hafa byrjað tímabilið af krafti. Fréttablaðið/Anton brink Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar hennar hjá Breiðabliki mæta HK/Víkingi í nágrannaslag í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Berglind Björg hefur, líkt og Breiðabliksliðið allt, farið vel af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Nýliðar HK/Víkings hafa hins vegar sýnt klærnar í upphafi deildarinnar, en liðið vann FH í fyrstu umferðinni og tapaði svo fyrir ríkjandi Íslandsmeisturum, Þór/KA, eftir hörkuleik í annarri umferðinni. Breiðablik hefur aftur á móti haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en liðið hefur skorað tíu mörk í öruggum sigrum. Berglind Björg hefur skorað fjögur af þessum tíu mörkum, en hún er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. „Það er mikið sjálfstraust í liðinu eftir góða byrjun í deildinni í sumar. Við byrjuðum mótið af miklum krafti með góðum sigri á Stjörnunni og svo fylgdi sannfærandi sigur á Grindavík þar í kjölfarið. Við ætlum að halda þessu áfram og stefnan er sett á þrjú stig í leiknum gegn HK/Víkingi,“ sagði Berglind Björg í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum frábæra leikmenn eftir síðasta tímabil, en þeir leikmenn sem eftir eru hafa fengið aukna ábyrgð í staðinn. Það eru margir leikmenn sem hafa gripið tækifærið og staðið sig mjög vel. Við fylltum líka í skörðin með nýjum og öflugum leikmönnum. Þetta hefur leitt til þess að við söknum ekki þeirra leikmanna sem fóru og gæði liðsins eru á pari við liðið í fyrra að mínu mati. Við notuðum veturinn vel í að byggja upp nýtt lið. Leikmannahópurinn hefur smollið vel saman og liðsandinn í hópnum er alveg frábær,“ sagði hún um stemminguna í Breiðabliki. Breiðablik stefnir að því að komast upp að hlið Þórs/KA, sem trónir á toppi deildarinnar með níu stig, með sigri gegn HK/Víkingi. Þá getur Berglind Björg jafnað eða skotist upp fyrir Söndru Maríu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með marki eða mörkum í leiknum. „Það er alltaf jafn góð tilfinning að skora og það eykur sjálfsöryggið að sjá boltann í netinu. Það var gott að brjóta ísinn strax í fyrsta leik og það hefur gengið vel að koma boltanum í markið í upphafi leiktíðarinnar. Vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut og halda áfram að hjálpa liðinu með því að skora,“ sagði Berglind Björg um markaskorun sína. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir og samherjar hennar hjá Breiðabliki mæta HK/Víkingi í nágrannaslag í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Berglind Björg hefur, líkt og Breiðabliksliðið allt, farið vel af stað í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Nýliðar HK/Víkings hafa hins vegar sýnt klærnar í upphafi deildarinnar, en liðið vann FH í fyrstu umferðinni og tapaði svo fyrir ríkjandi Íslandsmeisturum, Þór/KA, eftir hörkuleik í annarri umferðinni. Breiðablik hefur aftur á móti haft betur í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en liðið hefur skorað tíu mörk í öruggum sigrum. Berglind Björg hefur skorað fjögur af þessum tíu mörkum, en hún er næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Söndru Maríu Jessen, framherja Þórs/KA sem hefur skorað fimm mörk í þremur leikjum. „Það er mikið sjálfstraust í liðinu eftir góða byrjun í deildinni í sumar. Við byrjuðum mótið af miklum krafti með góðum sigri á Stjörnunni og svo fylgdi sannfærandi sigur á Grindavík þar í kjölfarið. Við ætlum að halda þessu áfram og stefnan er sett á þrjú stig í leiknum gegn HK/Víkingi,“ sagði Berglind Björg í samtali við Fréttablaðið. „Við misstum frábæra leikmenn eftir síðasta tímabil, en þeir leikmenn sem eftir eru hafa fengið aukna ábyrgð í staðinn. Það eru margir leikmenn sem hafa gripið tækifærið og staðið sig mjög vel. Við fylltum líka í skörðin með nýjum og öflugum leikmönnum. Þetta hefur leitt til þess að við söknum ekki þeirra leikmanna sem fóru og gæði liðsins eru á pari við liðið í fyrra að mínu mati. Við notuðum veturinn vel í að byggja upp nýtt lið. Leikmannahópurinn hefur smollið vel saman og liðsandinn í hópnum er alveg frábær,“ sagði hún um stemminguna í Breiðabliki. Breiðablik stefnir að því að komast upp að hlið Þórs/KA, sem trónir á toppi deildarinnar með níu stig, með sigri gegn HK/Víkingi. Þá getur Berglind Björg jafnað eða skotist upp fyrir Söndru Maríu á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með marki eða mörkum í leiknum. „Það er alltaf jafn góð tilfinning að skora og það eykur sjálfsöryggið að sjá boltann í netinu. Það var gott að brjóta ísinn strax í fyrsta leik og það hefur gengið vel að koma boltanum í markið í upphafi leiktíðarinnar. Vonandi næ ég að halda áfram á þessari braut og halda áfram að hjálpa liðinu með því að skora,“ sagði Berglind Björg um markaskorun sína.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira