Segir karla þurfa að taka á sig launalækkun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 21:08 Leikkonan Salma Hayek segir að tíminn sé runninn upp. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“ Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“
Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Sjá meira
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27