Segir karla þurfa að taka á sig launalækkun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 21:08 Leikkonan Salma Hayek segir að tíminn sé runninn upp. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“ Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“
Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27