Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 21:18 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. visir/ernir „Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
„Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41