SuRie hélt þó ótrauð áfram með atriði sitt og virtist ekki láta þetta á sig fá. Hún fær þó að flytja atriði sitt aftur á eftir ítalska atriðinu, og lýkur þar með kvöldinu í kvöld.
Uppfært klukkan 21:10: Söngkonunni SuRie var boðið að flytja atriði sitt aftur í lok kvöldsins í kjölfar uppákomunnar, en afþakkaði boðið. Hún segist vera stolt af frammistöðu sinni fyrr í kvöld og fannst því óþarfi að flytja lagið aftur.