„Pútín hugsar eins og njósnaforingi" Sylvía Hall skrifar 12. maí 2018 17:36 Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. Þáttinn má sjá í fullri lengd í spilaranum að ofan. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands, og þekkir því vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Hann fæddist í Moskvu en flutti rúmlega mánaðargamall á Krímskaga þar sem hann bjó til sextán ára aldurs. Leið hans lá þaðan í háskólann í Moskvu þar sem hann lagði stund á stjórnmálafræði og hefur búsettur þar síðan. Hann segir Rússa hafa gert sér vonir um að lýðræði væri í mótun eftir hrun Sovétríkjanna og menn hafi haft miklar væntingar eftir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar þar í landi. Þær vonir hafi ekki orðið að veruleika. „Að sumu leyti vegna þessara miklu vona, sem hafa aldrei fyllilega ræst, kom upp óánægja og núna er lýðræðið ekki svo vinsælt í Rússlandi því menn tengja það við þá menn sem komust til valda með Jeltsín.“ Petrov telur að Rússar hafi haldið að hægt væri að koma á lýðræði og allt yrði samstundis eins og annars staðar í Evrópu. Það hafi hins vegar ekki gerst. Stjórnarskrá Rússlands veitir forsetanum of mikil völd Petrov starfaði með Jeltsín í valdatíð hans, en aðspurður segir hann ekki telja Jeltsín mikinn lýðræðissinna í hugsun þrátt fyrir að hafa hagað sér þannig. Það sé skýrt nú þegar Pútín er við völd. „Það er mjög skýrt núna með Pútín í bakgrunninum. [Jeltsín] hefði aldrei þaggað niður í fjölmiðlum þótt þeir hafi gagnrýnt hann harðlega.“ Hann segir Pútín nýta sér völd sín að fullu og það hafi orðið ljóst í hans valdatíð að rússneska stjórnarskráin veiti forsetanum of mikil völd. Spenna í samskiptum Rússlands við önnur lönd, og þá sérstaklega vesturlöndin, sé að hluta til aðgerðum Pútíns að kenna. „Pútín hugsar eins og njósnaforingi. Hann lítur svo á að ef eitthvað var ekki sett á svið af honum sjálfum þá hafi óvinir hans sett það á svið og hann trúir því ekki að þjóðfélagsleg ólga geti komið upp án samsæris.“ Pútín starfaði áður innan KGB í 16 ár, en KGB var leyniþjónusta Sovétríkjanna. Þar hlaut hann þjálfun og var sérfræðingur í niðurrifsstarfsemi og upplýsingafölsun. Starfshættir hans komi því ekki mjög á óvart og megi að mörgu leyti rekja til starfa hans innan leyniþjónustunnar.Efnahagslífið batnaði undir Pútín Fyrsta áratuginn sem Pútín var í embætti batnaði efnahagslífið til muna og segir Petrov það meðal annars vera ástæðu þess að almenningur vilji styðja hann. Nú fari lífsgæðin hinsvegar minnkandi þriðja árið í röð en ástandið sé óneitanlega betra eftir að Pútín tók við embætti. „Ef við berum saman lífsgæðin núna og hvernig þau voru á seinni hluta 10. áratugarins hefur orðið mikill vöxtur og það er talið vera mesta afrek Pútíns. Petrov segir erfitt vera að spá fyrir um framhaldið, en hann telji að næsta kjörtímabil Pútíns muni mótast af þeim verkefnum sem hann muni ráðast í. Það þurfi til að mynda að breyta stjórnmálakerfinu til að auðvelda valdatilfærslu, þá ekki frá Pútín til næsta forseta heldur frá Pútín sem forseta yfir í annað hlutverk eftir að hann lætur af embætti.Erfitt að sanna tengsl forsetans við morðtilræðið gegn Skripal-feðginum Petrov segir að óvíst sé hvort nokkurn tímann verði hægt að sanna tengsl rússneskra yfirvalda við morðtilræðið gegn Yuliu og Sergei Skripal, en hann telur líklegt að rússneska leyniþjónustan standi á bak við tilræðið. „Ég tel að rökréttasta, ef ekki eina rökrétta skýringin, sé að leyniþjónustan hafi gert þetta og þá ætti Pútín að minnsta kosti að vita um það.“ Víglínan Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag. Þáttinn má sjá í fullri lengd í spilaranum að ofan. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín, fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands, og þekkir því vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Hann fæddist í Moskvu en flutti rúmlega mánaðargamall á Krímskaga þar sem hann bjó til sextán ára aldurs. Leið hans lá þaðan í háskólann í Moskvu þar sem hann lagði stund á stjórnmálafræði og hefur búsettur þar síðan. Hann segir Rússa hafa gert sér vonir um að lýðræði væri í mótun eftir hrun Sovétríkjanna og menn hafi haft miklar væntingar eftir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar þar í landi. Þær vonir hafi ekki orðið að veruleika. „Að sumu leyti vegna þessara miklu vona, sem hafa aldrei fyllilega ræst, kom upp óánægja og núna er lýðræðið ekki svo vinsælt í Rússlandi því menn tengja það við þá menn sem komust til valda með Jeltsín.“ Petrov telur að Rússar hafi haldið að hægt væri að koma á lýðræði og allt yrði samstundis eins og annars staðar í Evrópu. Það hafi hins vegar ekki gerst. Stjórnarskrá Rússlands veitir forsetanum of mikil völd Petrov starfaði með Jeltsín í valdatíð hans, en aðspurður segir hann ekki telja Jeltsín mikinn lýðræðissinna í hugsun þrátt fyrir að hafa hagað sér þannig. Það sé skýrt nú þegar Pútín er við völd. „Það er mjög skýrt núna með Pútín í bakgrunninum. [Jeltsín] hefði aldrei þaggað niður í fjölmiðlum þótt þeir hafi gagnrýnt hann harðlega.“ Hann segir Pútín nýta sér völd sín að fullu og það hafi orðið ljóst í hans valdatíð að rússneska stjórnarskráin veiti forsetanum of mikil völd. Spenna í samskiptum Rússlands við önnur lönd, og þá sérstaklega vesturlöndin, sé að hluta til aðgerðum Pútíns að kenna. „Pútín hugsar eins og njósnaforingi. Hann lítur svo á að ef eitthvað var ekki sett á svið af honum sjálfum þá hafi óvinir hans sett það á svið og hann trúir því ekki að þjóðfélagsleg ólga geti komið upp án samsæris.“ Pútín starfaði áður innan KGB í 16 ár, en KGB var leyniþjónusta Sovétríkjanna. Þar hlaut hann þjálfun og var sérfræðingur í niðurrifsstarfsemi og upplýsingafölsun. Starfshættir hans komi því ekki mjög á óvart og megi að mörgu leyti rekja til starfa hans innan leyniþjónustunnar.Efnahagslífið batnaði undir Pútín Fyrsta áratuginn sem Pútín var í embætti batnaði efnahagslífið til muna og segir Petrov það meðal annars vera ástæðu þess að almenningur vilji styðja hann. Nú fari lífsgæðin hinsvegar minnkandi þriðja árið í röð en ástandið sé óneitanlega betra eftir að Pútín tók við embætti. „Ef við berum saman lífsgæðin núna og hvernig þau voru á seinni hluta 10. áratugarins hefur orðið mikill vöxtur og það er talið vera mesta afrek Pútíns. Petrov segir erfitt vera að spá fyrir um framhaldið, en hann telji að næsta kjörtímabil Pútíns muni mótast af þeim verkefnum sem hann muni ráðast í. Það þurfi til að mynda að breyta stjórnmálakerfinu til að auðvelda valdatilfærslu, þá ekki frá Pútín til næsta forseta heldur frá Pútín sem forseta yfir í annað hlutverk eftir að hann lætur af embætti.Erfitt að sanna tengsl forsetans við morðtilræðið gegn Skripal-feðginum Petrov segir að óvíst sé hvort nokkurn tímann verði hægt að sanna tengsl rússneskra yfirvalda við morðtilræðið gegn Yuliu og Sergei Skripal, en hann telur líklegt að rússneska leyniþjónustan standi á bak við tilræðið. „Ég tel að rökréttasta, ef ekki eina rökrétta skýringin, sé að leyniþjónustan hafi gert þetta og þá ætti Pútín að minnsta kosti að vita um það.“
Víglínan Tengdar fréttir Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Rússar njósnuðu um Skrípal og prófuðu eitrið á hurðarhúnum Breska leyniþjónustan afléttir leynd af gögnum til að svara mótbárum rússneskra stjórnvalda um taugaeitursárásina í Salisbury. 13. apríl 2018 15:05