Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 14:41 Dagur segir að ekki standi steinn yfir steini í þessum hugmyndum Sjálfstæðisflokksins. Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. „Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í gær sína þriðju útfærslu af byggð í Örfirisey á fjórum vikum – og er synd að hún hafi ekki vakið meiri athygli. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessum hugmyndum, frekar en þeim fyrri,“ segir Dagur. Hugmynd Sjálfstæðisflokksins er að miklu leyti byggð á nýjum landfyllingum sem þyrfti að gera við núverandi svæði í Örfirisey. Þar er gert ráð fyrir að bílar aki ekki um hverfið, göngu- og hjólabrú yfir til Hörpu og að sú brú yrði opnanleg til að hindra ekki aðkomu báta og skipa að höfninni. Dagur segir að ekki verið séð að umrædd brú stytti ferðatíma gangandi og hjólandi neitt og að „lágmarks-innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“. „Við erum að tala um höfn sem er lifandi fiskihöfn og sem slík eitt skemmtilegasta svæði borgarinnar sem við eigum sannarlega að standa vörð um, en til viðbótar: stærsta verstöð Íslands, vinsælasta hvalaskoðunarhöfn landsins, viðkomustaður minni skemmtiferðaskipa, að ótöldum öðrum ferðaþjónustubátum af öllu tagi og þannig mætti áfram telja,“ segir Dagur. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig greinilega engan veginn á mikilvægi hafnarinnar fyrir atvinnulíf og ásýnd borgarinnar og þá fjölbreyttu starfsemi sem þar er. „Að ótöldum þeim viðsnúningi flokksins frá því að öll heimili eigi að eiga tvo bíla að kynna bíllaust hverfi án nokkurra samgöngulausna. Hvenær ætlar þessum ótrúlega vandræðagangi að linna?,“ spyr Dagur að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00 Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fleiri fréttir Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Sjá meira
Landfylling við Örfirisey gæti hýst bíllausa byggð Framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur kynnt hugmyndir um aukið framboð húsnæðis vestarlega í borginni. Þar á meðal er hugmynd um 4.000 íbúða bíllausa byggð í Örfirisey. 12. maí 2018 10:00
Kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins: Forgangsraða í þágu eldri borgara og barna Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti kosningaloforð sín fyrir sveitarstjórnarkosningar. 14. apríl 2018 12:28