Nýir flokkar í sókn og Putin í Víglínunni Þórdís Valsdóttir skrifar 12. maí 2018 10:23 Í dag er hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí næst komandi. Eins og gengur má búast við breytingum á bæjarstjórnum víðs vegar um landið en hvernig sem fer verður nokkur endurnýjun á fólki. Í Reykjavík hafa aldrei fleiri flokkar og framboð barist um hylli kjósenda en sextán framboðslistar eru í boði í höfuðborginni. Samkvæmt könnunum munu flest þeirra fara erindisleysu en framboð tveggja nýrra flokka virðast þó njóta töluverðrar hylli kjósenda samkvæmt könnunum. Það eru Viðreisn og Miðflokkurinn en báðir flokkarnir bjóða nú fram í fyrsta sinn til sveitarstjórna og báðir flokkarnir eru að hluta til byggðir á klofningi úr öðrum flokkum; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða framboðsmálin og hvað þessir flokkar telja sig hafa fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki. Vladimir Putin sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðast liðinn mánudag. Nikolaij Petrov stjórnmálafræðingur frá Moskvu kemur í Víglínuna til að ræða þennan umdeilda og einn valdamesta mann heims. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands og þekkir vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20. Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira
Í dag er hálfur mánuður til sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí næst komandi. Eins og gengur má búast við breytingum á bæjarstjórnum víðs vegar um landið en hvernig sem fer verður nokkur endurnýjun á fólki. Í Reykjavík hafa aldrei fleiri flokkar og framboð barist um hylli kjósenda en sextán framboðslistar eru í boði í höfuðborginni. Samkvæmt könnunum munu flest þeirra fara erindisleysu en framboð tveggja nýrra flokka virðast þó njóta töluverðrar hylli kjósenda samkvæmt könnunum. Það eru Viðreisn og Miðflokkurinn en báðir flokkarnir bjóða nú fram í fyrsta sinn til sveitarstjórna og báðir flokkarnir eru að hluta til byggðir á klofningi úr öðrum flokkum; Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mæta í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða framboðsmálin og hvað þessir flokkar telja sig hafa fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki. Vladimir Putin sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðast liðinn mánudag. Nikolaij Petrov stjórnmálafræðingur frá Moskvu kemur í Víglínuna til að ræða þennan umdeilda og einn valdamesta mann heims. Petrov var einn af aðstoðarmönnum Borisar Jeltsín fyrsta lýðræðislega kjörna forseta Rússlands og þekkir vel til gangverks rússneskra stjórnmála. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.
Víglínan Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Fleiri fréttir Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Sjá meira