Bannað að sýna Eurovision eftir að hafa átt við útsendinguna Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:52 Engan regnbogafána hér, takk. Mango Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“ Eurovision Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur bannað einni vinsælustu sjónvarpsstöð í Kína að senda frá Eurovision-söngvakeppninni, sem fram fer þessa dagana. Ástæðan er sú að sjónvarpsstöðin Mango TV huldi og máði út hvers kyns tákn, húðflúr eða fána sem vísuðu til hinsegin samfélagins. Má þar meðal annars nefna hinn táknræna regnbogafána, eins og myndin hér að ofan ber með sér. Þá fór Mango TV frekar í auglýsingahlé en að sýna framlög Írlands og Albaníu. Írska sviðsetningin þótti of hýr og albanski söngvarinn var með of mörg húðflúr að mati þeirra kínversku. Framlögin tvö má sjá hér að neðan. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva segir að framganga Mango TV brjóti í bága við gildi sambandsins, sem hvíla meðal annars á hugsjóninni um fjölbreytileika og jafnrétti. „Það er því með trega sem við riftum samningi okkar við sjónvarpsstöðina umsvifalaust og er henni því óheimilt að sýna frá seinna undanúrslita- og úrslitakvöldinu,“ segir í yfirlýsingu frá Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Fjölmargir kínverskir netverjar dældu út skjáskotum úr útsendingu Mango TV þar sem glögglega mátti sjá hvernig búið var að fjarlægja hinsegin vísanir. Einhverjir sögðu þetta stórt skref aftur á bak í baráttu kínversks hinsegin fólks og aðrir kölluðu eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Mango TV. Keppandi Írlands, Ryan O'Shaughnessy, segist í samtali við breska ríkisútvarpið fagna ákvörðun sambandsins. „Frá upphafi höfum við sagt að ást sé ást - sama hvort það er á milli tveggja stráka, tveggja stelpna eða stelpu og stráks. Þannig að mér finnst þetta vera mikilvæg ákvörðun.“
Eurovision Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Sjá meira