„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 15:23 Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46