Engar formlegar viðræður hafnar í Vestmannaeyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2018 13:28 Sjálfstæðismenn hafa verið í hreinum meirihluta í Eyjum í tólf ár en eftir kosningarnar nú verður breyting þar á. Vísir/pjetur Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúi Eyjalistans í Vestmannaeyjum, segir að það ætti að skýrast í kvöld eða á morgun hvort hann fari í meirihlutaviðræður við annað hvort Sjálfstæðisflokk eða Fyrir Heimaey. Hann segist samstarfsvilja frá báðum flokkum. Eyjalistinn er í oddastöðu í bæjarstjórn Vestmannaeyja með einn bæjarfulltrúa en Sjálfstæðismenn og Fyrir Heimaey eru með þrjá menn hvor. Sjálfstæðisflokkurinn missti þar með meirihluta sinn og þá missti Eyjalistinn einn mann úr bæjarstjórn. Njáll ræddi bæði fulltrúa Fyrir Heimaey og Sjálfstæðisflokks í gær. Það var þó allt á óformlegu nótunum að sögn Njáls. „Við ræddum bara hver staðan er, hvar við getum verið sammála, hvar okkur greinir á og allt þetta en það voru ekki djúpar pælingar. Við vorum aðallega að kanna hvernig landið liggur hinu megin,“ segir Njáll í samtali við Vísi. Hann mun hitta baklandið sitt í dag til að fara yfir stöðuna. „Svo reikna ég með að við förum að ákveða næstu skref í framhaldinu einhvern tímann í kvöld eða á morgun og þá ætti að liggja eitthvað fyrir ef við verðum í aðstöðu til að fara í viðræður,“ segir Njáll. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að verða í stöðu til þess svarar Njáll játandi. „Ég er nýr í þessu og kannski þekki ekki mikið þessi ferli en það var alveg góður hljómur í fólki í gær og vilji til þess að starfa með okkur báðu megin.“ Njáll segir Eyjalistann vilja setja púður í bæði leik-og grunnskóla í bænum sem og efla frístunda-og tómstundastarf fyrir ungt fólk. Spurður út í bæjarstjórstólinn segir Njáll að Eyjalistinn hafi farið í kosningabaráttuna með það að ráða utanaðkomandi bæjarstjóra. „Þannig að það er þá seinni tíma mál hvernig við útkljáum það ef af viðræðum verður.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00 Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Það munaði hársbreidd að Sjálfstæðismenn í Eyjum fengju fjóra menn kjörna og héldu meirihluta sínum. Klofningsframboðið vill ræða við Eyjalistann, en Eyjalistinn ætlar að ræða við bæði Sjálfstæðisflokkinn og Fyrir Heimaey. 28. maí 2018 07:00
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17