Bændur vildu kynna fólki náttúru Mývatns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2018 08:39 Silungsveiði hefur glæðst í Mývatni síðustu ár eftir mikla ládeyðu um hríð. Vísir/BBH „Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
„Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira