Eyjalistinn ætlar að ræða við D-lista og Heimaeyjarframboð Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. maí 2018 07:00 Sjálfstæðismenn hafa stýrt í Vestmannaeyjum í tólf ár. Vísir/pjetur Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Eyjalistinn ætlar í dag að ræða bæði við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og nýja framboðsins, Fyrir Heimaey. Hársbreidd munaði að Sjálfstæðismenn fengju fjóra menn kjörna á laugardaginn og héldu þannig meirihluta. Hann fór þó að lokum til Heimaeyjarframboðsins og Eyjalistinn tapaði líka einum manni. Jóhann Pétursson, formaður yfirkjörstjórnar í Vestmannaeyjum, sagði við fréttastofu RÚV að Sjálfstæðisflokkurinn hefði þurft sex atkvæði til að ná fjórða manninum inn og halda þannig hreinum meirihluta. Þess vegna hefði verið ákveðið að telja aftur. Íris Róbertsdóttir, oddviti Heimaeyjarframboðsins, er fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og eiga margir sem að framboðinu stóðu rætur að rekja þangað. Stofnað var til framboðsins eftir að ákveðið var að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til prófkjörs í Vestmannaeyjum til að stilla upp á lista. Íris RóbertsdóttirÞá hefur Íris sagt við Fréttablaðið að hún vilji auka beint lýðræði. Meðal annars eigi íbúar í Vestmannaeyjum að fá að koma betur að þeirri ákvörðun hvort bærinn taki yfir rekstur Herjólfs. Íris var að funda með stuðningsfólki listans þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. „Eins og úrslitin gefa til kynna þá erum við búin að óska eftir því að hitta Eyjalistann. Það verða fyrstu skrefin,“ sagði Íris um komandi meirihlutaviðræður flokkanna. Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, segir framboðið ætla að ræða við báða aðila í dag og meta stöðuna eftir það. Hann bendir þó á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með hreinan meirihluta í tólf ár. „Kosningarnar eru ákveðinn dómur á þann meirihluta. Við fáum líka okkar skell og missum mann og töpum einhverjum atkvæðum, þó þau séu ekki mörg. Ég held að Heimaeyjarframboðið sé svolítið með byrinn í seglin og kosningarnar gefa það til kynna að fólk vill breytingar,“ segir hann. Bæjarstjórinn í Eyjum, Elliði Vignisson, segir að ef niðurstaðan verði sú að hann gangi frá borði, þá sé hann sáttur. „Ég er búinn að vera bæjarstjóri í tólf ár og það er ágætt á starfsferilskrána að hafa tekið við einu verst setta sveitarfélaginu og skilað af sér einu því best setta.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09 Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17 Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Lokatölur úr Eyjum: Meirihlutinn fallinn og Elliði dottinn út Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað meirihluta sínum í Vestmannaeyjum og fær aðeins þrjá menn kjörna af sjö. 27. maí 2018 02:09
Elliði tók vel til í skrifborðinu fyrir helgina "Við vissum að það yrði á brattann að sækja.“ 27. maí 2018 02:17
Fjögur atkvæði úr Reykjavík bárust sekúndum of seint til Eyja Formaður kjörstjórnar segir þau ekki hafa skipt máli þegar uppi var staðið. 27. maí 2018 02:48
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent