Píratar sterkari eftir meirihlutasamstarfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2018 14:26 Píratar eru eini stjórnmálaflokkurinn sem bætti við sig fylgi af þeim sem eru í fráfarandi meirihlutasamstarfi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er hæstánægð með árangur flokksins í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Píratar var eini flokkurinn af þeim sem mynda fráfarandi meirihluta sem bætti við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Dóra Björt vill ástunda samvinnustjórnmál og mynda breiðan meirihluta. Hún sér samstarfsgrundvöll með Sósíalistaflokknum en hafnar meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki. Píratar bæta við sig um rúm 2 prósent frá síðustu borgarstjórnarkosningum og eru með 7,7% atkvæða og 2 borgarfulltrúa. Dóra Björt og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir eru fulltrúar Pírata í borginni.Dóra Björt er stolt af árangri flokksins. Hún segir að það hafi verið fólgin áhætta fyrir flokk eins og Pírata að fara í meirihlutasamstarf en hann hafi engu að síður orðið sterki eftir kjörtímabilið.Vísir/VilhelmSterkari eftir meirihlutasamstarfið „Það var ákveðin áhætta fólgin í því – fyrir svona „anti establishment“ flokk – að fara í meirihlutasamstarf en við styrktumst við það. Við bárum ábyrgð, skiluðum árangri og styrktumst í þessu ferli. Það er rosalega stór sigur fyrir flokk eins og okkur,“ segir Dóra Björt sem er bjartsýn á framhaldið. Hún segir að nú séu nýir tímar uppi í stjórnmálunum sem einkennist af fleiri flokkum, breiðari stuðningi við tiltekin mál og samvinnustjórnmálum. „Það er bara fallegt og við eigum að fagna því,“ segir Dóra sem tekur mið af þeim fjölda framboða sem buðu fram krafta sína til borgarstjórnar.Samstarfsfletir með Sönnu Það lá fyrir að fráfarandi meirihluti gæti ekki haldið áfram störfum einfaldlega vegna þess að Björt framtíð bauð ekki fram en Dóra segir samstarfið hafa gengið vel. Hún getur vel hugsað sér að vinna að góðum verkum með hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í brúnni. „Mér líst ofsalega vel á Sönnu, hún er öflug ung kona og ég get alveg séð fyrir mér að við getum unnið saman að mjög mörgum góðum málum,“ segir Dóra sem dregur sérstaklega fram sameiginlega fleti á borð við að vilja valdefla hina valdlausu og að styrkja stöðu jaðarsettra hópa.Of ólíkir flokkar Dóra Björt segir aftur á móti að hún vilji ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki. „Við Píratar förum ekki í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það snýst um það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt aðrar hugmyndir um vald en við og er meira að sækjast í völd til þess að hygla sér og sínum á meðan við viljum dreifa valdinu og koma því til fólksins. Við höfum svo ólíkar hugmyndir að það væri bara ómögulegt fyrir okkur að ná saman.“Ungt fólk vilji hafa áhrif með fleiri leiðum Dóru Björt þykir afar gamaldags að kjósa einkum á fjögurra ára fresti. „Það kemur frá tíð þar sem fólkið varð að treysta fulltrúum í blindni vegna þess að það átti erfitt með að afla sér upplýsinga sjálft til þess að geta verið upplýst um stöðu mála og tekið afstöðu. Tímarnir eru bara breyttir og núna höfum við tækifæri og tól til þess að hleypa almenningi að ákvarðanatöku í meira mæli en áður var gert. Það er á ábyrgð stjórnmálafólksins að búa til þessar leiðir og styrkja þær,“ segir Dóra sem telur ungt fólk hafa mikinn áhuga á samfélagsmálum og stjórnmálum en það vilji hafa áhrif með margvíslegum leiðum. „Það ræðir á netinu, safnar undirskriftum og lætur í sér heyra á öðrum vettvangi en bara í kosningum. Þess vegna tölum við svo mikið um að breyta stjórnmálunum þannig að hægt sé að hafa áhrif á aðra vegu en bara með því að kjósa á fjögurra ára fresti“. Kosningar 2018 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, er hæstánægð með árangur flokksins í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Píratar var eini flokkurinn af þeim sem mynda fráfarandi meirihluta sem bætti við sig fylgi frá síðustu borgarstjórnarkosningum. Dóra Björt vill ástunda samvinnustjórnmál og mynda breiðan meirihluta. Hún sér samstarfsgrundvöll með Sósíalistaflokknum en hafnar meirihlutasamstarfi með Sjálfstæðisflokki. Píratar bæta við sig um rúm 2 prósent frá síðustu borgarstjórnarkosningum og eru með 7,7% atkvæða og 2 borgarfulltrúa. Dóra Björt og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir eru fulltrúar Pírata í borginni.Dóra Björt er stolt af árangri flokksins. Hún segir að það hafi verið fólgin áhætta fyrir flokk eins og Pírata að fara í meirihlutasamstarf en hann hafi engu að síður orðið sterki eftir kjörtímabilið.Vísir/VilhelmSterkari eftir meirihlutasamstarfið „Það var ákveðin áhætta fólgin í því – fyrir svona „anti establishment“ flokk – að fara í meirihlutasamstarf en við styrktumst við það. Við bárum ábyrgð, skiluðum árangri og styrktumst í þessu ferli. Það er rosalega stór sigur fyrir flokk eins og okkur,“ segir Dóra Björt sem er bjartsýn á framhaldið. Hún segir að nú séu nýir tímar uppi í stjórnmálunum sem einkennist af fleiri flokkum, breiðari stuðningi við tiltekin mál og samvinnustjórnmálum. „Það er bara fallegt og við eigum að fagna því,“ segir Dóra sem tekur mið af þeim fjölda framboða sem buðu fram krafta sína til borgarstjórnar.Samstarfsfletir með Sönnu Það lá fyrir að fráfarandi meirihluti gæti ekki haldið áfram störfum einfaldlega vegna þess að Björt framtíð bauð ekki fram en Dóra segir samstarfið hafa gengið vel. Hún getur vel hugsað sér að vinna að góðum verkum með hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki með Sönnu Magdalenu Mörtudóttur í brúnni. „Mér líst ofsalega vel á Sönnu, hún er öflug ung kona og ég get alveg séð fyrir mér að við getum unnið saman að mjög mörgum góðum málum,“ segir Dóra sem dregur sérstaklega fram sameiginlega fleti á borð við að vilja valdefla hina valdlausu og að styrkja stöðu jaðarsettra hópa.Of ólíkir flokkar Dóra Björt segir aftur á móti að hún vilji ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki. „Við Píratar förum ekki í meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það snýst um það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt aðrar hugmyndir um vald en við og er meira að sækjast í völd til þess að hygla sér og sínum á meðan við viljum dreifa valdinu og koma því til fólksins. Við höfum svo ólíkar hugmyndir að það væri bara ómögulegt fyrir okkur að ná saman.“Ungt fólk vilji hafa áhrif með fleiri leiðum Dóru Björt þykir afar gamaldags að kjósa einkum á fjögurra ára fresti. „Það kemur frá tíð þar sem fólkið varð að treysta fulltrúum í blindni vegna þess að það átti erfitt með að afla sér upplýsinga sjálft til þess að geta verið upplýst um stöðu mála og tekið afstöðu. Tímarnir eru bara breyttir og núna höfum við tækifæri og tól til þess að hleypa almenningi að ákvarðanatöku í meira mæli en áður var gert. Það er á ábyrgð stjórnmálafólksins að búa til þessar leiðir og styrkja þær,“ segir Dóra sem telur ungt fólk hafa mikinn áhuga á samfélagsmálum og stjórnmálum en það vilji hafa áhrif með margvíslegum leiðum. „Það ræðir á netinu, safnar undirskriftum og lætur í sér heyra á öðrum vettvangi en bara í kosningum. Þess vegna tölum við svo mikið um að breyta stjórnmálunum þannig að hægt sé að hafa áhrif á aðra vegu en bara með því að kjósa á fjögurra ára fresti“.
Kosningar 2018 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira