Eyþór segir að það væri óráð að sparsla meirihlutanum saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 12:33 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Kosningar 2018 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Kosningar 2018 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira