Kosninganóttin í borginni gerð upp í myndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2018 12:07 Heiða Björg Hilmarsdóttir tók vel á móti Degi B. Eggertssyni í Austurbæ þegar fyrstu tölur lágu fyrir, sem voru ekki í takt við vonir Samfylkingarinnar. Vísir/Rakel Ósk Dramatíkin var mikil í Reykjavík í nótt þegar sextán framboð gerðu tilraun til að setja svip sinn á borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Átta flokkar náðu fulltrúa í borginni og voru úrslit spennandi fram á sjöunda tímann í morgun þegar úrslitin lágu fyrir. Oddvitar flokkanna voru á ferð og flugi í nótt þar sem þeir brugðust við nýjum tölum í sjónvarpssal og fögnuðu eða hughreystu sitt fólk. Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt og tóku myndirnar að neðan. Neðst í fréttinni má sjá myndaalbúm frá kosninganótt.Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds fögnuðu fyrstu tölum vel. Um tíma var Sjálfstæðisflokkurinn með níu menn inni en lauk keppni stærstur flokka í borginni með átta fulltrúa.Vísir/VilhelmDagur segir ekki koma til greina að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Vel fór þó á með oddvitunum í sófaspjalli í Efstaleiti.Vísir/VilhelmDóra Björt Guðjónsdóttir Pírati var fullviss um að flokkurinn næði tveimur fulltrúum í borginni, og gat fagnað því í morgun.Vísir/VilhelmViðreisn er í lykilstöðu í borginni en flokkurinn náði tveimur borgarfulltrúum inn. Flokkurinn gefur ekkert uppi hvort honum hugnist heldur samstarf til hægri eða vinstri.Vísir/Rakel ÓskGestkvæmt var í sjónvarpssal hjá fréttastofu Stöðvar 2.Vísir/VilhelmEyþór og Sanna voru mætt í morgunsárið á Sprengisand á Stöð 2 eftir lítinn nætursvefn. Sanna útilokar samstarf Sósíalistaflokksins við Sjálfstæðisflokkinn.Vísir/Kolbeinn TumiMeirihlutinn í borginni er fallinn og óvíst hvort Dagur og Líf verði í meirihluta eða minnihluta næstu fjögur árin. Hér rýna þau í stöðuna.Vísir/Vilhelm Kosningar 2018 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Dramatíkin var mikil í Reykjavík í nótt þegar sextán framboð gerðu tilraun til að setja svip sinn á borgarstjórn Reykjavíkur næstu fjögur árin. Átta flokkar náðu fulltrúa í borginni og voru úrslit spennandi fram á sjöunda tímann í morgun þegar úrslitin lágu fyrir. Oddvitar flokkanna voru á ferð og flugi í nótt þar sem þeir brugðust við nýjum tölum í sjónvarpssal og fögnuðu eða hughreystu sitt fólk. Rakel Ósk Sigurðardóttir og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndarar Vísis, voru á ferðinni í nótt og tóku myndirnar að neðan. Neðst í fréttinni má sjá myndaalbúm frá kosninganótt.Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds fögnuðu fyrstu tölum vel. Um tíma var Sjálfstæðisflokkurinn með níu menn inni en lauk keppni stærstur flokka í borginni með átta fulltrúa.Vísir/VilhelmDagur segir ekki koma til greina að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Vel fór þó á með oddvitunum í sófaspjalli í Efstaleiti.Vísir/VilhelmDóra Björt Guðjónsdóttir Pírati var fullviss um að flokkurinn næði tveimur fulltrúum í borginni, og gat fagnað því í morgun.Vísir/VilhelmViðreisn er í lykilstöðu í borginni en flokkurinn náði tveimur borgarfulltrúum inn. Flokkurinn gefur ekkert uppi hvort honum hugnist heldur samstarf til hægri eða vinstri.Vísir/Rakel ÓskGestkvæmt var í sjónvarpssal hjá fréttastofu Stöðvar 2.Vísir/VilhelmEyþór og Sanna voru mætt í morgunsárið á Sprengisand á Stöð 2 eftir lítinn nætursvefn. Sanna útilokar samstarf Sósíalistaflokksins við Sjálfstæðisflokkinn.Vísir/Kolbeinn TumiMeirihlutinn í borginni er fallinn og óvíst hvort Dagur og Líf verði í meirihluta eða minnihluta næstu fjögur árin. Hér rýna þau í stöðuna.Vísir/Vilhelm
Kosningar 2018 Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Fleiri fréttir Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira