Airwaves fær 22 milljónir Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2018 06:00 Það var troðfullt á Hlíðarenda þegar Mumford and Sons tók lagið á síðustu hátíð. Vísir/ernir Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins. Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira
Samningurinn milli Reykjavíkurborgar og tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem var lagður fram í borgarráði á fimmtudag gildir út árið 2019. Á samningstímanum fær hátíðin 22 milljónir króna, átta milljónir í ár en 14 á því næsta. Fær hátíðin lagðar inn á reikning sinn þrjár milljónir í júní og ágúst en tvær milljónir í nóvember. Á næsta ári fær hátíðin 3,5 milljónir fjórum sinnum. Framlag borgarinnar vegna ársins 2019 er með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Samkvæmt samningnum á hátíðin að bera ábyrgð á markaðssetningu hátíðarinnar og á að leggja sig fram við að skapa sem besta og jákvæðasta umfjöllun í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Það á að koma skýrt fram að hátíðin fái styrk frá borginni og borgarinnar skal getið sem bakhjarls í öllu kynningar- og markaðsstarfi hátíðarinnar, meðal annars á vefsvæði hátíðarinnar. Örlítið borgarmerki sést þegar farið er á heimasíðuna icelandairwaves.is og þegar skrollað er niður að bakhjörlum stendur aðeins Reykjavik Loves. Undir því er myllumerki með sömu orðum. Forsvarsmenn hátíðarinnar skulu leggja fram á desemberfundi bráðabirgðauppgjör og skýrslu hátíðarinnar sem haldin verður 7.-10. nóvember. Komist menningar- og ferðamálasvið borgarinnar að þeirri niðurstöðu að hátíðin uppfylli ekki skilyrðin fellur samningurinn úr gildi um áramót. Borgin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu verði framlögin ekki notuð samkvæmt samningnum. Forsvarsmenn hátíðarinnar svöruðu ekki spurningum Fréttablaðsins.
Airwaves Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Sjá meira