Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:16 Hrafn Jökulsson er ánægður með að lögheimilisskráning hans í Árneshrepp standi. vísir/ernir Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Kaupfélagshúsið í Árneshreppi í lok apríl síðastliðnum standi. Áður hafði Þjóðskrá fellt lögheimilisskráningu Hrafns úr gildi en eins og fjallað hefur verið um ákvað stofnunin að taka lögheimilisflutninga átján einstaklinga í Árneshrepp til skoðunar á dögunum. Á föstudag voru tólf lögheimilisskráningar felldar úr gildi, þar á meðal lögheimilisskráning Hrafns. Í fyrradag var sú þréttánda felld úr gildi, ein var samþykkt og einn dró skráninguna til baka. Í gær var svo ein skráning felld úr gildi. Hreppsnefnd Árneshrepps felldi svo tólf einstaklinga út af kjörskrá í hreppnum í fyrradag í samræmi við ákvörðun Þjóðskrá um að fella lögheimiliskráningarnar úr gildi. Hrafn segist í samtali við Vísi óskaplega glaður með að málinu sé lokið. Hann segist ekki vita betur en að hreppsnefndin fundi í kvöld og fari yfir kjörskrána á ný. Kveðst hann ekki eiga von á öðru en að honum verði bætt aftur inn á hana. „Mér var að berast frá Þjóðskrá Íslands tilkynning um það að þeir hefðu orðið við minni réttmætu kröfu um að lögheimilisflutningur minn standi. Ég er óskaplega glaður yfir því að þessu máli skuli vera lokið og óendanlega þakklátur öllum þeim sem hafa lagt mér lið í þessari mannréttindabaráttu,“ segir Hrafn. Spurður út í hvað hann þurfti að gera til að fá skráningunni breytt til baka segir hann: „Ég hef átt í góðum samskiptum við hið ágæta starfsfólk Þjóðskrár. Þeim hafa borist hin ýmsu gögn bæði frá mér og öðrum máli mínu til staðfestingar og ég vissi alltaf að réttlætið myndi sigra að lokum. Það er mikill léttir að geta farið að hugsa um eitthvað annað.“ Hrafn segist feginn hversu hratt og vel málið gekk fyrir sig. „Og ég er ákaflega ánægður hve Þjóðskrá hefur unnið faglega að mínu máli.“Hér fyrir neðan má sjá færslu Hrafns á Facebook frá því fyrr í vikunni um málið.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15 Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34 Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Sjá meira
Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. 23. maí 2018 22:15
Felldu tólf út af kjörskrá Árneshrepps Meirihluti nefndarinnar ákvað þetta á fundi í kvöld þar sem mótmæli voru viðhöfð af áhorfendum. 22. maí 2018 22:34
Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. 23. maí 2018 16:56