Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Um fjögur hundruð sóttu mótorhjólamessu allra mótorhjólamanna höfuðborgarsvæðins í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu. Vísir/ernir trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“ Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
trúmál „Þetta var mín fyrsta en ekki síðasta ferð í mótorhjólamessu í Digraneskirkju,“ segir séra Bára Friðriksdóttir, ánægð með mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu í kirkjunni. Bára segir að margvíslegt góðgerðarstarf hafi tengst mótorhjólamessunni sem nú var haldin í tólfta sinn. „Í samstarfi Digraneskirkju, Grillhússins og Sniglanna voru þennan dag seldir sérlagaðir hamborgarar með nafninu Kraftaklerkurinn og rennur ágóðinn til Grensásdeildar. Sniglarnir tvöfölduðu upphæðina og komu inn ríflega 400 þúsund krónur,“ segir Bára. Þá hafi félagið Bikers Against Child Abuse á Íslandi annast vöfflusölu og safnað 160 þúsund krónum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Auk þess hafi samtökin Toy Run Iceland hrint af stað söfnun í messunni fyrir Pieta samtökin sem vinna að forvörnum fyrir fólk sem beitir sig sjálfsskaða eða er í sjálfsvígshættu.Séra Bára Friðriksdóttir. „Verndari söfnunarinnar er séra Gunnar Sigurjónsson en hann er sjálfur vélhjólamaður og stýrði messunni af töffaraskap. Hann keypti fyrsta barmmerkið en Toy Run Iceland mun selja það í sumar á bæjarhátíðum kringum landið,“ segir Bára. Alls hafi 116 þúsund krónur safnast fyrsta söludaginn. Tæplega 400 manns sóttu messuna og við kirkjuna voru talin 194 hjól af öllum gerðum. Meðal þátttakenda voru félagar úr bæði Outlaws og Hells Angels sem ekki eru kunnir að því að hittast undir sama þaki. „Það var allt gert í friði, samkennd og virðingu þar sem ólíkir mótorhjólahópar komu saman og voru sem heild. Þetta er þakkar- og gleðiefni og vert að því sé lyft upp,“ segir Bára og kveður mótorhjólamenn hafa lesið úr ritningunni og aðstoðað við útdeilingu. Tónlist hafi verið flutt. „Það var rokkað stuð og fílingur yfir í blíðar ballöður.“
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira