Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2018 23:37 Myndin Adrfit verður frumsýnd hér á landi 1. júní næstkomandi. Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“ Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Shailene Woodley þurfti að leggja talsvert á sig til að leika í nýjustu mynd leikstjórans Baltasars Kormáks, Adrift. Í myndinni leikur Woodley unga konu sem þarf að reyna að bjarga lífi sínu og unnusta síns eftir að skúta þeirra verður fyrir miklum skemmdum í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu. Persóna Woodleys í myndinni er í 41 dag á Kyrrahafinu án þess að hafa vistir og þurfti því leikkonan bæði að létta sig talsvert fyrir hlutverkið sem og að styrkja sig til að geta tekist á við krefjandi aðstæður.Woodley segir frá undirbúningnum í viðtali við vefinn Livestrong. „Ég þurfti að léttast töluvert til sýna breytingarnar á líkama hennar,“ segir Woodley. Til að ná því borðaði hún engan kvöldmat í heilan mánuð og lét sér nægja að drekka eitt glas af víni fyrir svefninn til að róa magann. „Þegar um tvær vikur voru eftir af tökum myndarinnar borðaði ég eina dós af laxi, tvær eggjarauður og gufusoðið grænmeti. Það var það eina sem ég borðaði fyrir daginn sem var frekar erfitt,“ segir Woodley. Hún segist hafa reynt að velja fæðu sem tryggði henni öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast. Þau fékk hún úr laxinum og eggjarauðunum. „En maginn var ekki ánægður með skort á kolvetnum. Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega,“ segir Woodley. Til að styrkja sig líkamlega fyrir tökur myndarinnar vann hún mikið með eigin líkamsþyngd. Ásamt því synti hún á hverjum degi. „Ég synti að lágmarki í klukkutíma á hverjum degi til að byggja upp styrk því þeir sem eru á sjó þurfa að vera mjög sterkir. Það er rómantískur blær yfir siglingum og þeir sem stunda siglingar eru mjög sterkir sem gerir það að verkum að allt sem þeir gera virðist vera létt, en það er í rauninni mjög erfitt og krefst mikils styrks í efri hluta líkamans, sem ég hafði ekki. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á að auka styrkinn í efri hluta líkama míns.“
Tengdar fréttir Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26 „Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30 Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Sjáðu síðustu stikluna fyrir næstu Hollywood-mynd Balta Adrift verður frumsýnd þann 1. júní. 7. maí 2018 23:26
„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“ „Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur. 27. apríl 2018 16:30