Ragnari misbýður hækkanir á leiguverði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Ragnar segir sögurnar vera orðnar um 50 talsins. Vísir/stefán Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Stéttarfélagið VR hefur verið að safna reynslusögum leigjenda sem lent hafa í því að leiguverð þeirra hefur hækkað óeðlilega mikið. „Þetta hófst fyrir svona mánuði, þá fékk ég fréttir af fólki sem var að ræða saman á lokaðri leigjendasíðu um framferði leigufélaga. Mér fannst þetta svo ótrúlegar sögur að ég komst í samband við þetta fólk í gegnum þriðja aðila og fékk frá þeim gögn um málið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um upphaf þessa verkefnis. „Það sem við erum að setja fram er meira en sögur, við erum með gögn sem styðja þessar sögur um hækkanir,“ segir Ragnar, en gögnin samanstanda meðal annars af leigusamningum og tölvupóstsamskiptum leigjenda við leigusala sína. Ragnar segir að einstaklingum sem sendi inn upplýsingar sé lofað nafnleynd. „Fólk er hrætt við að koma fram undir nafni, það er skíthrætt við að missa þakið ofan af höfðinu,“ segir hann. Að sögn Ragnars er regluverkið mismunandi eftir löndum og borgum, en verið sé að kortleggja það innan VR. „Við erum að kortleggja þetta til að geta mögulega nýtt þetta í komandi kjarasamningagerð, hvort hægt sé að setja fram eitthvert regluverk sem verndar leigjendur,“ segir hann. Ragnar segir að sér hafi misboðið þær hækkanir á leiguverði sem hafi sést á innsendum leigusamningum. Hann segist vilja sjá að bann verði lagt við því að leigufélög hækki leiguverð einhliða án þess að hafa fyrir því góð og gild rök, til dæmis vegna fyrirséðs viðhaldskostnaðar eða hárrar verðbólgu. Þá segir Ragnar mikilvægt að leigusamningar verði lengri en raun ber vitni. Þeir séu sjaldan lengri en til tólf mánaða. „Fólk þorir ekki að gera plön fyrir sumarið því það veit ekki hvað gerist eftir sex eða tólf mánuði,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Almenna leigufélagið svarar fyrir sig Segja leiguverð fylgja meðalverði á markaði. 2. maí 2018 21:30 Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30 Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Segir leigufélögin stunda fjárkúgunarstarfsemi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir farir legjenda ekki sléttar eftir samskipti þeirra við leigufélögin. 30. apríl 2018 13:30
Ragnar Þór segir Gamma leggjast á leigjendur sína Allt að sjötíu prósenta hækkun á leigu á rúmum tveimur árum. 2. maí 2018 10:27