Sérstakt barnasvæði á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2018 16:30 Nóg um að vera fyrir börnin á Secret Solstice. Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“ Secret Solstice Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“
Secret Solstice Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira