Deyfð yfir kosningabaráttunni að mati prófessors í stjórnmálafræði Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 14:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Vísir/Stefán Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels