Streyma í Árneshrepp til að læra um Bjólfskviðu Sighvatur skrifar 31. maí 2018 06:00 Kanadamennirnir Daniel og James í sólinni í Norðurfirði í gær. Elín Agla Briem Allt gistirými í Árneshreppi er uppbókað þessa dagana en þar dvelur nú um 80 manna hópur erlendra gesta. Um er að ræða hóp á vegum Kanadamannsins Stephens Jenkinson sem rekur skólann Orphan Wisdom. Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi hefur veg og vanda af skipulagningunni en hún hefur stundað þennan skóla í nokkur ár. „Þetta er margbrotinn skóli þar sem áhersla er lögð á sögu í stóru samhengi. Hvernig maður er gestur í öðru landi en ekki bara túristi. Þráður í gegnum þetta er hvernig fólksflutningar hafa átt sér stað í okkar sögu og hvernig maður nálgast nýtt land af virðingu,“ segir hún. Elín Agla segir að fyrir tveimur árum hafi 25 manna hópur á vegum skólans verið á Íslandi og þar hafi kviknað sú hugmynd að halda námskeið í Árneshreppi þar sem kennt yrði um Bjólfskviðu. Staðurinn hafi verið valinn af kostgæfni. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og mun hópurinn dvelja á staðnum í fimm daga.Clara sem kemur frá Wales leikur á fiðlu fyrir sjómenn í Norðurfirði.Elín Agla BriemElín Agla segir allt hugsanlegt húsnæði nýtt undir gistingu, þar á meðal skólahúsið en einnig muni um 10 manns gista í tjöldum. „Þessi hópur kemur að mestu leyti frá Bretlandi og Írlandi en skipuleggjendur koma frá Kanada. Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist staðnum og fólkinu hér. Við verðum með sútun á lambagærum frá bændum í sveitinni og munum bjóða upp afurðir héðan, bæði hangikjöt og fisk.“ Aðspurð segir Elín Agla að stemningin í Árneshreppi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sé mjög góð eins og venjulega en deilur um Hvalárvirkjun og lögheimilisflutninga voru áberandi í aðdraganda kosninganna. Hún viðurkennir þó að koma hópsins sé góð tilbreyting frá því amstri sem kosningunum fylgdi. „Hér eru allir að vinna að því að taka á vel á móti þessu fólki. Það eru allir í hreppnum allir af vilja gerðir að hjálpa til. Það er sól, fiskur á bryggjunni, lömbin eru úti og góðir gestir komnir. Nú er ég bara að hugsa um það sem skiptir mestu máli, lífið og fólkið. Lífið gæti ekki verið betra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Allt gistirými í Árneshreppi er uppbókað þessa dagana en þar dvelur nú um 80 manna hópur erlendra gesta. Um er að ræða hóp á vegum Kanadamannsins Stephens Jenkinson sem rekur skólann Orphan Wisdom. Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi hefur veg og vanda af skipulagningunni en hún hefur stundað þennan skóla í nokkur ár. „Þetta er margbrotinn skóli þar sem áhersla er lögð á sögu í stóru samhengi. Hvernig maður er gestur í öðru landi en ekki bara túristi. Þráður í gegnum þetta er hvernig fólksflutningar hafa átt sér stað í okkar sögu og hvernig maður nálgast nýtt land af virðingu,“ segir hún. Elín Agla segir að fyrir tveimur árum hafi 25 manna hópur á vegum skólans verið á Íslandi og þar hafi kviknað sú hugmynd að halda námskeið í Árneshreppi þar sem kennt yrði um Bjólfskviðu. Staðurinn hafi verið valinn af kostgæfni. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika og mun hópurinn dvelja á staðnum í fimm daga.Clara sem kemur frá Wales leikur á fiðlu fyrir sjómenn í Norðurfirði.Elín Agla BriemElín Agla segir allt hugsanlegt húsnæði nýtt undir gistingu, þar á meðal skólahúsið en einnig muni um 10 manns gista í tjöldum. „Þessi hópur kemur að mestu leyti frá Bretlandi og Írlandi en skipuleggjendur koma frá Kanada. Við leggjum mikið upp úr því að hópurinn kynnist staðnum og fólkinu hér. Við verðum með sútun á lambagærum frá bændum í sveitinni og munum bjóða upp afurðir héðan, bæði hangikjöt og fisk.“ Aðspurð segir Elín Agla að stemningin í Árneshreppi í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna sé mjög góð eins og venjulega en deilur um Hvalárvirkjun og lögheimilisflutninga voru áberandi í aðdraganda kosninganna. Hún viðurkennir þó að koma hópsins sé góð tilbreyting frá því amstri sem kosningunum fylgdi. „Hér eru allir að vinna að því að taka á vel á móti þessu fólki. Það eru allir í hreppnum allir af vilja gerðir að hjálpa til. Það er sól, fiskur á bryggjunni, lömbin eru úti og góðir gestir komnir. Nú er ég bara að hugsa um það sem skiptir mestu máli, lífið og fólkið. Lífið gæti ekki verið betra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira