Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Jóhann K. Jóhannsson, Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 30. maí 2018 18:55 Flokkarnir fjórir hefðu eins manns meirihluta í borgarstjórn næðu þeir saman. Vísir/Vilhelm Formlegar viðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík munu hefjast á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. Hún segir óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn hafa leitt til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. „Markmiðið er að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyrir í góðum tíma fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýrrar borgarstjórnar 19. júní næstkomandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að tveir fulltrúar frá hverjum flokki muni taka þátt í viðræðunum og að trúnaður muni ríkja um þær. Niðurstöður viðræðnanna verði kynntar þegar þær liggja fyrir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir við Vísi að það verði að koma í ljós hvort einhver ákveðin málefni þurfi sérstaklega miklar viðræður á milli flokkanna. „Við erum auðvitað búin að þreifa svolítið á þessum málefnum saman. Það hefur bara gengið mjög vel. Ég vil náttúrulega ekki gefa mér neitt í því. Við bara byrjum þetta samtal, förum í gengnum það og kynnum það síðan þegar það er komið,“ segir hún. Enginn tímarammi hefur verið ákveðinn fyrir viðræður flokkanna og Þórdís Lóa treystir sér ekki til að spá hversu langan tíma þær gætu tekið. Spurð að því hvort eitthvað sé hæft í frétt Kjarnans í dag um að Viðreisn geri kröfu um að Dagur B. Eggertsson gefi eftir stól borgarstjóra og að ráðinn verði utanaðkomandi borgarstjóri hafnar Þórdís Lóa því. Þá segir hún „slúður“ um að Viðreisn hafi útilokað samstarf við Miðflokkinn heldur ekki eiga við rök að styðjast.Oddviti Miðflokksins hafði verið vongóður Fyrr í dag var oddviti Miðflokksins í Reykjavík vongóð um að formlegar viðræður flokksins með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins gætu hafist fyrir helgi. Viðreisn hefur einnig átt í viðræðum við fráfarandi meirihlutaflokka í borginni undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu ræddu allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks- og Miðflokks óformlega um mögulegt meirihlutasamstarf í borgarstjórn í gær að frumkvæði oddvita Vinstri Grænna, sem neitaði aðkomu sinni að málinu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi en viðurkenndi það svo í stöðuuppfærslu á Facebook síðar um kvöldið. Sósíalistar funduðu um hugsanlegt meirihlutasamstarf en á fundinum var ákveðið að flokkurinn færi ekki í meirihlutasamstarf, með neinum flokki á komandi kjörtímabili. En hverjir geta unnið saman? Stefna Viðreisnar og Miðflokksins, til dæmis í skipulagsmálum eru afar ólík og Píratar, Samfylkingin og Sósíalistar hafa gefið út að þeir ætli ekki að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Staðan getur því orðið afar snúin takist flokkum í fráfarandi meirihluta ekki að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi í dag að ef flokkurinn færi út í formlegar viðræður að þá væri allt undir, hvort sem það eru ráðningar í embætti eða málefnin. Þá fangaði hann því í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sósíalistaflokkurinn væri búinn að aftaka að vinna í nokkurs konar meirihlutasamstarfi. Oddviti Miðflokksins segir að þreifingar eigi sér stað á milli flokksins, Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa áttum langt spjall í gær og þar eru kannski aðal áhyggjur Viðreisnar snerti fletirnir á milli flokkana hvað varðar samgöngumálin og uppbyggingu borgarinnar,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í gær. Spáði viðræðum fyrir helgi Oddviti Sjálfstæðisflokksins segist hafa rætt við oddvita annarra flokka í dag en vildi ekki staðfesta hverja. „Við og nýju flokkarnir unnum sigur. Sósíalistaflokkurinn ætlar ekki að vera með og þá er bara hægt að reikna sig fram í það hvað er eðlilega meirihlutamyndun,“ sagði Eyþór Laxdal Arndals, oddviti Sjálfstæðisflokksins í dag. „Ég gæti alveg trúað því að það væri komin einhver smá hreyfing kannski í kvöld eða á morgun í þessar viðræður,“ segir Vigdís. „Ég held að það verði farið formlegar í viðræður fyrir helgi, en aðalmálið er að gera það vel,“ sagði EyþórFormlegar viðræður um nýjan meirihluta í borgarstjórnÓformlegar viðræður oddvita Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um málefnagrunn hafa leitt til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður. @ThordisLoa @DoraBjort @lifmagn 1/2— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 30, 2018 Kosningar 2018 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Formlegar viðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í Reykjavík munu hefjast á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar. Hún segir óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn hafa leitt til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. „Markmiðið er að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyrir í góðum tíma fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýrrar borgarstjórnar 19. júní næstkomandi,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að tveir fulltrúar frá hverjum flokki muni taka þátt í viðræðunum og að trúnaður muni ríkja um þær. Niðurstöður viðræðnanna verði kynntar þegar þær liggja fyrir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir við Vísi að það verði að koma í ljós hvort einhver ákveðin málefni þurfi sérstaklega miklar viðræður á milli flokkanna. „Við erum auðvitað búin að þreifa svolítið á þessum málefnum saman. Það hefur bara gengið mjög vel. Ég vil náttúrulega ekki gefa mér neitt í því. Við bara byrjum þetta samtal, förum í gengnum það og kynnum það síðan þegar það er komið,“ segir hún. Enginn tímarammi hefur verið ákveðinn fyrir viðræður flokkanna og Þórdís Lóa treystir sér ekki til að spá hversu langan tíma þær gætu tekið. Spurð að því hvort eitthvað sé hæft í frétt Kjarnans í dag um að Viðreisn geri kröfu um að Dagur B. Eggertsson gefi eftir stól borgarstjóra og að ráðinn verði utanaðkomandi borgarstjóri hafnar Þórdís Lóa því. Þá segir hún „slúður“ um að Viðreisn hafi útilokað samstarf við Miðflokkinn heldur ekki eiga við rök að styðjast.Oddviti Miðflokksins hafði verið vongóður Fyrr í dag var oddviti Miðflokksins í Reykjavík vongóð um að formlegar viðræður flokksins með Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins gætu hafist fyrir helgi. Viðreisn hefur einnig átt í viðræðum við fráfarandi meirihlutaflokka í borginni undanfarna daga. Samkvæmt heimildum fréttastofu ræddu allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks- og Miðflokks óformlega um mögulegt meirihlutasamstarf í borgarstjórn í gær að frumkvæði oddvita Vinstri Grænna, sem neitaði aðkomu sinni að málinu í samtali við fréttastofu í gærkvöldi en viðurkenndi það svo í stöðuuppfærslu á Facebook síðar um kvöldið. Sósíalistar funduðu um hugsanlegt meirihlutasamstarf en á fundinum var ákveðið að flokkurinn færi ekki í meirihlutasamstarf, með neinum flokki á komandi kjörtímabili. En hverjir geta unnið saman? Stefna Viðreisnar og Miðflokksins, til dæmis í skipulagsmálum eru afar ólík og Píratar, Samfylkingin og Sósíalistar hafa gefið út að þeir ætli ekki að starfa með Sjálfstæðisflokknum. Staðan getur því orðið afar snúin takist flokkum í fráfarandi meirihluta ekki að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn. Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, sagði í samtali við Vísi í dag að ef flokkurinn færi út í formlegar viðræður að þá væri allt undir, hvort sem það eru ráðningar í embætti eða málefnin. Þá fangaði hann því í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sósíalistaflokkurinn væri búinn að aftaka að vinna í nokkurs konar meirihlutasamstarfi. Oddviti Miðflokksins segir að þreifingar eigi sér stað á milli flokksins, Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Viðreisnar. „Við Þórdís Lóa áttum langt spjall í gær og þar eru kannski aðal áhyggjur Viðreisnar snerti fletirnir á milli flokkana hvað varðar samgöngumálin og uppbyggingu borgarinnar,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í gær. Spáði viðræðum fyrir helgi Oddviti Sjálfstæðisflokksins segist hafa rætt við oddvita annarra flokka í dag en vildi ekki staðfesta hverja. „Við og nýju flokkarnir unnum sigur. Sósíalistaflokkurinn ætlar ekki að vera með og þá er bara hægt að reikna sig fram í það hvað er eðlilega meirihlutamyndun,“ sagði Eyþór Laxdal Arndals, oddviti Sjálfstæðisflokksins í dag. „Ég gæti alveg trúað því að það væri komin einhver smá hreyfing kannski í kvöld eða á morgun í þessar viðræður,“ segir Vigdís. „Ég held að það verði farið formlegar í viðræður fyrir helgi, en aðalmálið er að gera það vel,“ sagði EyþórFormlegar viðræður um nýjan meirihluta í borgarstjórnÓformlegar viðræður oddvita Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um málefnagrunn hafa leitt til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður. @ThordisLoa @DoraBjort @lifmagn 1/2— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 30, 2018
Kosningar 2018 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira