Svona var Ísland í augum 60 mínútna árið 1976 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. maí 2018 11:25 Margt hefur breyst frá því að Rather kom til landsins, en sumt ekki. Mynd/Samsett Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo. Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Fréttaskýringaþátturinn 60 mínútur hefur verið lengi á dagskrá og árið 1976 skrapp fréttamaðurinn Dan Rather í heimsókn til Íslands til þess að gera innslag um landið. Í innslaginu, sem sjá má hér að neðan, kemur glöggt í ljós að það er margt sem kemur fréttamanni spánskt fyrir sjónir. Ekki síst þegar hann reynir að gefa leigubílstjóra þjórfé. „Hvað meinarðu með nei. Þetta er þjórfé fyrir þig.“ „Nei, við tökum ekki við þjórfé,“ sagði leigubílsjórinn við Rather og skilaði seðlinum. Nokkrum tíma er varið í að útskýra nafnahefð Íslendinga sem reyndist meðal annars viðmælenda Rather, Jóni Hermannssyni, nokkuð erfitt að útskýra. Stiklað er á stóru í innslaginu og meðal annars farið yfir sögu þorskastríðanna, eldgossins í Heimaey auk þess sem að Ívar Guðmundsson, þáverandi ræðismaður Íslands í New York, ræddi stuttlega um fyrirætlanir Íslendinga um að flytja rafmagn til erlendra ríkja í gegnum gervihnetti. Þá fjallar Rather einnig um vinnusemi íslenskra unglinga sem og drykkju þeirra en svo virðist sem að tökuliðið hafi litið við á unglingaball á skólalóð Melaskóla í Vesturbæ Reykjavíkur, þar sem virðist vera talsvert um unglingadrykkju. Aftur er rætt við Jón sem segir að vissulega hafi foreldrar áhyggjur unglingadrykku en vandamálið hafi verið viðvarandi og svo virðist sem að lítill áhugi sé fyrir því að gera eitthvað til að stemma stigu við vandann. Innslagið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Iceland in 1976 ... truth & fiction (this Broadcast was Banned in Iceland, I wonder why) from Cinecycle on Vimeo.
Einu sinni var... Þorskastríðin Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira