Vesturbæingar þreyttir á ofsaakstri með pitsur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. maí 2018 06:00 „Það er sko kominn tími til að stoppa þetta áhættuatriði,“ segir í Facebook-hópnum Vesturbærinn um aksturslag Domino's-bíla. Vísir/eyþór Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Meðlimir Facebook-hópsins Vesturbærinn eru ósáttir við aksturslag pitsusendla Domino’s. „Dominos sendlar eru að mínu mati mesta hættan sem við búum við hér í Vesturbænum,“ skrifar Björn Þór Jóhannsson sem hóf umræðuna. „Oft ég hef, bæði sem gangandi vegfarandi og akandi, lent í hér um bil í slysi þar sem gáleysi sendlanna er algjört!“ Margir taka síðan þátt í umræðunni. Einn segir ástandið hafa lagast. „En inn á milli sér maður þetta því miður viðgangast enn þá.“ Annar segir pitsusendlana ítrekað hafa ekið á móti umferð á Víðimel. „Sendi inn ábendingu og hef ekki séð þetta síðan.“ Flestir segja sögur af hraðakstri. „Þeir keyra svo hratt að mér stendur hreint ekki á sama með mína tvo þriggja og fjögurra ára,“ skrifar einn. „Ég hef oftar en einu sinni lent í því að einn slíkur hafi nærri því flatt mig út,“ upplýsir annar. En einn rifjar upp þegar hann stoppaði fyrir ketti á Hjarðarhaga. „Þá snarhentist fram úr mér á móti umferð Dominosbíllinn sem hafði verið fyrir aftan mig og nærri flatti út köttinn.“ Einn bendir á að hægt sé að koma boðum til Domino’s. „Veit fyrir víst að þeir taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir sá og undir það tekur Egill Þorsteinsson, starfsmaður Domino’s.Brunað með bökur.Vísir/eyþór„Og að sjálfsögðu vinnum við statt og stöðugt í því að reyna að koma í veg fyrir glæfraakstur. Við verðum að treysta okkar starfsfólki en auðvitað getum við ekki fylgst með öllum bílunum okkar sem eru á götunum í einu og öllu,“ segir Egill. Þá undirstrikar Egill að fyrirmæli til bílstjóranna séu þau að virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. „Okkar mottó hefur verið að koma því til okkar starfsmanna að við flýtum okkur inn og út úr bílunum en ekki meðan við erum inni í þeim – en auðvitað eru svartir sauðir í öllu fé,“ segir hann. Ef gripið er aftur niður í Facebook-umræðuna má sjá að fólk hefur áhyggjur af börnum. Til dæmis kona sem var að ganga yfir Framnesveg með son sinn. „Ég rétt næ að stoppa en þá þaut Dominosbíll fram hjá okkur og bílstjórinn var að horfa á símann sinn. Hann tók ekki einu sinni eftir því að hann var næstum því búinn að keyra yfir okkur,“ skrifar móðir. „Maður bíður með öndina í hálsinum að heyra að þeir hafi keyrt yfir barn,“ segir annar. „Var einmitt með dóttur mína í æfingaakstri í fyrrakvöld og sá ástæðu til að ræða við hana sérstaklega um hættuna af Dominos sendlum í umferðinni,“ segir enn annar, í öðru innleggi.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira