Sækja þarf um leyfi fyrir vinnandi börn Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Salvör Nordal, umboðsmaður barna Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira