Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Benedikt Bóas skrifar 30. maí 2018 06:00 Friðrik Dór vinnur með bróður sínum, Jóni Jónssyni, að þjóðhátíðarlaginu í ár. VÍSIR/ANDRI „Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Þetta erum við að hafa gaman og vonandi verður útkoman góð,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en þeir Jón Jónsson, bróðir hans, eru búnir að semja tvö Þjóðhátíðarlög. Annað er viljandi þakið klisjum og er alvöru Þjóðhátíðarlag samkvæmt Jóni. Hitt er í smíðum en þegar Fréttablaðið náði í skottið á þeim bræðrum voru þeir í stúdíói með Stop Wait Go bræðrum, Ásgeiri Orra og Pálma Ragnari Ásgeirssonum, að leggja lokahönd á síðara lagið. „Við erum með lag sem verður ein heild í myndbandinu en sem lag í spilun í útvarpi og á Spotify verða þau tvö. Þetta er í fyrsta sinn sem það eru tvö Þjóðhátíðarlög. Annað laganna er aðallagið en hitt er meira til gamans. Aðallagið er einlægt og á að kalla fram hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Það er því þakið klisjum; epískt, með upphækkun, C-kafla og bakröddum,“ segir Jón og Friðrik bætir við: „Aðaltvistið er að það séu bónuspælingar í gangi.“ Þeir bræður hafa hent hundruðum slagara í eyru landsmanna en hafa lítið unnið saman fyrr en nú. „Við gerðum eitt lag á fyrstu plötu Frikka og Komum heiminum í lag, sem var fyrir hjálparstarf. Annars unnum við bara saman í gamla daga á umbúðalagernum hjá Saltkaup. Frikki tók ekki lyftaraprófið reyndar en var samt að keyra,“ segir Jón og hlær. „Jón tók prófið enda löghlýðnari en ég,“ bætir Friðrik við. „Við stígum stundum á svið saman og það er gott að vera komnir með sameiginlegt lag sem við getum gripið í,“ segir Jón en þeir ætla að halda til Vestmannaeyja, vonandi í dag eða á morgun, eftir því hvernig vindar blása og taka upp myndband. „Það er vilji til að gera eitthvað annað en myndband af okkur að labba inn í söngklefa. Það er búið að vera þannig undanfarin ár. En við sjáum til hvernig það tekst. Kannski förum við bara í söngklefa í Eyjum,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30 Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33 Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15 Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Birgitta Haukdal og félagar í Írafári verða á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í sumar. Hljómsveitin fagnar 20 ára afmæli í sumar með stórtónleikum í Hörpu. Nýstirnin Jói Pé og Króli svo og Páll Óskar eru einnig staðfestir í Dalinn. Miðasala hefst í dag. 21. febrúar 2018 05:30
Nýtt lag með Írafári eftir þrettán ára hlé Lagið, sem ber titilinn Þú vilt mig aftur, var frumflutt hjá Ívari Guðmundssyni á Bylgjunni í morgun. 2. maí 2018 15:33
Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. 14. apríl 2018 09:15