Með landsliðinu á heimaslóðir Elín Albertsdóttir skrifar 8. júní 2018 08:00 Kirill Ter-Martirosov fer á heimaslóðir þegar hann eldar fyrir íslenska landsliðið á HM. Hann hefur þó búið á Íslandi frá ellefu ára aldri Vísir/Sigtryggur Landsliðið í knattspyrnu fer úr landi á morgun og mun koma sér fyrir á hótelinu Nadezhda sem er í fallegum strandbæ við Svartahafið. Bærinn er í Krasnodar-fylki en þaðan er annar matreiðslumaður landsliðsins, Kirill Ter-Martirosov, sem er þegar farinn þangað. Kirill var búinn að pakka niður í tösku og tilbúinn til fararinnar þegar við náðum tali af honum. Hann hlakkaði mikið til ferðarinnar enda þekkir hann staðinn vel og á marga ættingja í Krasnodar-fylki, meira að segja ömmu og afa. Hann vissi þó ekki hvort hann hefði tíma til að hitta fjölskylduna, það hvílir mikið á honum að sjá strákunum okkar fyrir hollu og orkugefandi fæði allan tímann. Aðalkokkur landsliðsins, Hinrik Ingi Guðbjargarson, valdi Kirill til fararinnar, ekki síst vegna þess að hann er rússneskumælandi sem kemur sér vel á þessum slóðum. Þeir félagarnir eru búnir að vera lengi að undirbúa ferðina enda margt sem þarf að huga að.Fer oft í heimsókn Kirill hefur margoft komið til Krasnodar og fór þangað síðast til að skoða aðstæður í eldhúsi hótelsins þar sem landsliðið dvelur á meðan á HM stendur. Það mun síðan fljúga á þá staði þar sem keppt verður, til Moskvu, Volgograd og Rostov. Kirill, sem er yfirkokkur hjá Fiskmarkaðnum, segir að á þessu svæði sé ekki mikið um sjávar afurðir og íbúar miklar kjötætur, mikil grillmenning. Í fyrstu ætluðu kokkarnir að taka með sér matinn en vegna viðskiptabanns er það ekki hægt. Þeir nýta því hráefni úr þarlendu héraði. „Við höfum komið okkur í samband við verksmiðju þarna sem framleiðir íslenskt skyr og það er frábært að hægt sé að fá það,“ segir hann. „Annars er gott hráefni á þessum slóðum og mikið úrval þótt það sé ekki mikið um sjávarrétti nema þá helst vatnafisk.“Heimabær Kirills við Svartahafið. Þar er undurfallegt og heit sumur. Mörg lúxushótel standa við ströndina. Margir eyða sumarfríinu á þessum slóðum.Vísir/GettyLúxushótel við ströndina Bærinn Gelendzhik, þar sem hótelið stendur, er 55 þúsund manna strandbær við Svartahafið. Hótelið er með einkaströnd og bæði inniog útisundlaug. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir. Strákarnir munu þó ekki nýta þá því þeir verða með eigin veitinga stað undir stjórn þeirra Kirills og Hinriks. Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og heilsurækt. Frá hótelinu er frábært útsýni yfir Markotkh-fjallgarðinn. Kirill hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri. Foreldra hans langaði að prófa að búa á Íslandi og settust hér að. Faðir hans starfar í byggingariðnaði og móðir hans er hjúkrunarfræðingur. „Mér fannst spennandi að flytja til Íslands á sínum tíma. Við fluttum hingað 2001. Ég var ungur og aðlagaðist fljótt íslensku um hverfi. Byrjaði strax í grunnskóla og kynntist skólafélögum. Það kom þó stundum fyrir að ég saknaði vina minna í Rússlandi fyrst eftir að við fluttum. Ég hef þó hitt þá þar sem við höfum farið í heimsókn til Krasnodar annað hvert ár. Fjölskylda okkar hefur líka komið til Íslands í heimsókn,“ segir Kirill. Hann segir að veðurfarið sé svolítið mikið öðruvísi við Svartahafið en á Íslandi. Það er mjög heitt á sumrin og veturnir mildir. „Um jólin voru 10 gráður þarna,“ segir hann. Það tekur um einn og hálfan tíma að fljúga frá Krasnodar til Moskvu. „Það verður ákveðið ævintýri að koma þarna með landsliðinu og mjög spennandi fyrir mig.“ Stórkostlegt tækifæri Kirill ákvað ungur að verða matreiðslumaður. „Ég var líklega ekki nema sjö ára þegar ég fór að tala um það. Ég byrjaði ungur að hjálpa til í eldhúsinu með ömmu minni og mömmu. Þetta þróaðist í þá átt að nám í matreiðslu var það eina sem mig langaði í. Mér finnst þetta starf enn í dag algjörlega frábært. Þótt við séum með alls kyns rétti á Fiskmarkaðnum, bæði fisk og kjöt, þá finnst mér ótrúlega skemmtilegt að gera sushi. Ég hef mjög gaman af því að útbúa sushi-rétti og hef náð ágætri lagni í því,“ segir Kirill sem er einhleypur og barnlaus. „Vinnan tekur allan minn tíma.“Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í gærkvöldi í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.Vísir/VilhelmHeimilisleg stemming Þegar Kirill er spurður hvernig foreldrar hans hafi brugðist við þegar ferðalagið til Rússlands kom upp, svarar hann. „Ég held að þau hafi verið meira stressuð en ég. Þeim finnst þetta stórkostlegt tækifæri og hafa mikinn áhuga á þessu ferðalagi. Ég mun leggja mig allan fram fyrir strákana. Annar kokkurinn fer með á leikina en hinn verður eftir á hótelinu til að undirbúa móttöku. Við munum skipta þessu með okkur. Strákarnir gera ekki miklar kröfur til okkar en vilja hollan og góðan mat. Þeir eru alltaf til í lamb og béarnaise og við viljum skapa heimilislega stemmingu.“ Með strákunum alla leið Kirill er mikill aðdáandi íslenska landsliðsins og heldur með því alla leið. „Strákarnir eiga eftir að standa sig vel. Ég er mjög bjartsýnn á árangur. Sjálfur hef ég ekki spilað fótbolta en æfði handbolta og sund á sínum tíma,“ segir hann. „Það er mikill íþróttaáhugi í Krasn odar og margir sem stunda þær. Það er fjölbreytt úrval íþrótta fyrir krakka og fólk hefur það yfirleitt gott á þessum slóðum. Ég hef ekki orðið var við fátækt þarna og er stoltur af uppruna mínum,“ segir Kirill sem telur sig þó orðinn meiri Íslending en Rússa. Þegar hann er spurður um uppáhaldsmat er hann fljótur að svara. „Mér finnst alltaf mömmumatur bestur. Mér finnst voða gott þegar hún eldar ofan í mig. Mamma er mjög góður kokkur og býr til góðan mat. Hún eldaði einu sinni í sjónvarpsþætti hjá Hrefnu Sætran. Það er reyndar mikill mataráhugi í fjölskyldunni sem trúlega hefur haft sterk áhrif á mig.“ Kirill taldi ekki að hann hefði mikinn tíma til að liggja í sólbaði við Svartahafið. „Það verður nóg að gera hjá okkur Hinriki í eldhúsinu,“ segir hann og bætir við að dagarnir á HM eigi eftir að verða spennandi upplifun. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Landsliðið í knattspyrnu fer úr landi á morgun og mun koma sér fyrir á hótelinu Nadezhda sem er í fallegum strandbæ við Svartahafið. Bærinn er í Krasnodar-fylki en þaðan er annar matreiðslumaður landsliðsins, Kirill Ter-Martirosov, sem er þegar farinn þangað. Kirill var búinn að pakka niður í tösku og tilbúinn til fararinnar þegar við náðum tali af honum. Hann hlakkaði mikið til ferðarinnar enda þekkir hann staðinn vel og á marga ættingja í Krasnodar-fylki, meira að segja ömmu og afa. Hann vissi þó ekki hvort hann hefði tíma til að hitta fjölskylduna, það hvílir mikið á honum að sjá strákunum okkar fyrir hollu og orkugefandi fæði allan tímann. Aðalkokkur landsliðsins, Hinrik Ingi Guðbjargarson, valdi Kirill til fararinnar, ekki síst vegna þess að hann er rússneskumælandi sem kemur sér vel á þessum slóðum. Þeir félagarnir eru búnir að vera lengi að undirbúa ferðina enda margt sem þarf að huga að.Fer oft í heimsókn Kirill hefur margoft komið til Krasnodar og fór þangað síðast til að skoða aðstæður í eldhúsi hótelsins þar sem landsliðið dvelur á meðan á HM stendur. Það mun síðan fljúga á þá staði þar sem keppt verður, til Moskvu, Volgograd og Rostov. Kirill, sem er yfirkokkur hjá Fiskmarkaðnum, segir að á þessu svæði sé ekki mikið um sjávar afurðir og íbúar miklar kjötætur, mikil grillmenning. Í fyrstu ætluðu kokkarnir að taka með sér matinn en vegna viðskiptabanns er það ekki hægt. Þeir nýta því hráefni úr þarlendu héraði. „Við höfum komið okkur í samband við verksmiðju þarna sem framleiðir íslenskt skyr og það er frábært að hægt sé að fá það,“ segir hann. „Annars er gott hráefni á þessum slóðum og mikið úrval þótt það sé ekki mikið um sjávarrétti nema þá helst vatnafisk.“Heimabær Kirills við Svartahafið. Þar er undurfallegt og heit sumur. Mörg lúxushótel standa við ströndina. Margir eyða sumarfríinu á þessum slóðum.Vísir/GettyLúxushótel við ströndina Bærinn Gelendzhik, þar sem hótelið stendur, er 55 þúsund manna strandbær við Svartahafið. Hótelið er með einkaströnd og bæði inniog útisundlaug. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir. Strákarnir munu þó ekki nýta þá því þeir verða með eigin veitinga stað undir stjórn þeirra Kirills og Hinriks. Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og heilsurækt. Frá hótelinu er frábært útsýni yfir Markotkh-fjallgarðinn. Kirill hefur búið á Íslandi frá ellefu ára aldri. Foreldra hans langaði að prófa að búa á Íslandi og settust hér að. Faðir hans starfar í byggingariðnaði og móðir hans er hjúkrunarfræðingur. „Mér fannst spennandi að flytja til Íslands á sínum tíma. Við fluttum hingað 2001. Ég var ungur og aðlagaðist fljótt íslensku um hverfi. Byrjaði strax í grunnskóla og kynntist skólafélögum. Það kom þó stundum fyrir að ég saknaði vina minna í Rússlandi fyrst eftir að við fluttum. Ég hef þó hitt þá þar sem við höfum farið í heimsókn til Krasnodar annað hvert ár. Fjölskylda okkar hefur líka komið til Íslands í heimsókn,“ segir Kirill. Hann segir að veðurfarið sé svolítið mikið öðruvísi við Svartahafið en á Íslandi. Það er mjög heitt á sumrin og veturnir mildir. „Um jólin voru 10 gráður þarna,“ segir hann. Það tekur um einn og hálfan tíma að fljúga frá Krasnodar til Moskvu. „Það verður ákveðið ævintýri að koma þarna með landsliðinu og mjög spennandi fyrir mig.“ Stórkostlegt tækifæri Kirill ákvað ungur að verða matreiðslumaður. „Ég var líklega ekki nema sjö ára þegar ég fór að tala um það. Ég byrjaði ungur að hjálpa til í eldhúsinu með ömmu minni og mömmu. Þetta þróaðist í þá átt að nám í matreiðslu var það eina sem mig langaði í. Mér finnst þetta starf enn í dag algjörlega frábært. Þótt við séum með alls kyns rétti á Fiskmarkaðnum, bæði fisk og kjöt, þá finnst mér ótrúlega skemmtilegt að gera sushi. Ég hef mjög gaman af því að útbúa sushi-rétti og hef náð ágætri lagni í því,“ segir Kirill sem er einhleypur og barnlaus. „Vinnan tekur allan minn tíma.“Karlalandsliðið í knattspyrnu mætti Gana í gærkvöldi í síðasta leik sínum fyrir Heimsmeistaramótið í knattspyrnu.Vísir/VilhelmHeimilisleg stemming Þegar Kirill er spurður hvernig foreldrar hans hafi brugðist við þegar ferðalagið til Rússlands kom upp, svarar hann. „Ég held að þau hafi verið meira stressuð en ég. Þeim finnst þetta stórkostlegt tækifæri og hafa mikinn áhuga á þessu ferðalagi. Ég mun leggja mig allan fram fyrir strákana. Annar kokkurinn fer með á leikina en hinn verður eftir á hótelinu til að undirbúa móttöku. Við munum skipta þessu með okkur. Strákarnir gera ekki miklar kröfur til okkar en vilja hollan og góðan mat. Þeir eru alltaf til í lamb og béarnaise og við viljum skapa heimilislega stemmingu.“ Með strákunum alla leið Kirill er mikill aðdáandi íslenska landsliðsins og heldur með því alla leið. „Strákarnir eiga eftir að standa sig vel. Ég er mjög bjartsýnn á árangur. Sjálfur hef ég ekki spilað fótbolta en æfði handbolta og sund á sínum tíma,“ segir hann. „Það er mikill íþróttaáhugi í Krasn odar og margir sem stunda þær. Það er fjölbreytt úrval íþrótta fyrir krakka og fólk hefur það yfirleitt gott á þessum slóðum. Ég hef ekki orðið var við fátækt þarna og er stoltur af uppruna mínum,“ segir Kirill sem telur sig þó orðinn meiri Íslending en Rússa. Þegar hann er spurður um uppáhaldsmat er hann fljótur að svara. „Mér finnst alltaf mömmumatur bestur. Mér finnst voða gott þegar hún eldar ofan í mig. Mamma er mjög góður kokkur og býr til góðan mat. Hún eldaði einu sinni í sjónvarpsþætti hjá Hrefnu Sætran. Það er reyndar mikill mataráhugi í fjölskyldunni sem trúlega hefur haft sterk áhrif á mig.“ Kirill taldi ekki að hann hefði mikinn tíma til að liggja í sólbaði við Svartahafið. „Það verður nóg að gera hjá okkur Hinriki í eldhúsinu,“ segir hann og bætir við að dagarnir á HM eigi eftir að verða spennandi upplifun.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira