Sjálfstæðisflokkurinn og VG áfram í meirihluta í Mosfellsbæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2018 17:29 Haraldur Sverrisson og Bjarki Bjarnason við undirritun málefnasamningsins. Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Sjálfstæðiflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð undirrituðu í dag málefnasamning um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Mosfellsbæjar en meirihlutasamstarf flokkanna hófst árið 2006. Haraldur Sverrisson, oddviti Sjálfstæðismanna, verður bæjarstjóri. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum þann 26. maí síðastliðinn og VG einn mann. Meirihlutinn telur því alls fimm bæjarfulltrúa en níu manns sitja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Í tilkynningu er haft eftir Haraldi að hann sé afar ánægður með niðurstöðuna og samstarfið við VG. „Með okkar góðu gildi að leiðarljósi, virðingu – jákvæðni – framsækni og umhyggju eru okkur allir vegir færir. D- og V- listi hafa verið við stjórnvölinn undanfarin 12 ár og á þeim tíma hefur samfélagið eflst og þjónustan tekið stakkaskiptum. Við ætlum að halda áfram á sömu braut, gera enn betur og sjá til þess að áfram sé best að búa í Mosfellsbæ,“ segir Haraldur. Bjarki Bjarnason, oddviti Vinstri grænna, segir að í málefnasamningnum sem undirritaður var í dag sé talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. „Okkur líst afar vel á starfið fram undan og málefnasamninginn sem var undirritaður við félagsheimilið Hlégarð í blíðskaparveðri. Í samningnum er talað skýrt í öllum málaflokkum sem snerta alla bæjarbúa með einum eða öðrum hætti. Mosfellingum fjölgar ört um þessar mundir og við erum reiðubúin að takast á við verkefnin sem stækka með hverju árinu,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20 Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45 Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Skora á VG í Mosfellsbæ að slíta viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn Miðflokkurinn, Samfylkingin, Viðreisn og Vinir Mosfellsbæjar skora á Vinstri græna í Mosfellsbæ að hætta við viðræður um meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og ganga þess í stað til viðræðna við þá. 29. maí 2018 22:20
Lokatölur úr Mosfellsbæ: Meirihlutinn heldur velli Lokatölur í sjöunda stærsta sveitarfélagi landsins, Mosfellsbæ, liggja nú fyrir. 27. maí 2018 01:45
Karlaveldi í Mosó, kvennaveldi í Reykjavík en víðast hvar jöfn skipting kynja Stefán Eiríksson hefur rýnt í kosningaúrslit og kynjajafnrétti. 27. maí 2018 13:25