Segja fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar „pólitíska tálsýn og draumsýn“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2018 12:16 Frá blaðamannafundi Samfylkingarinnar í dag. Vísir/einar Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar segir fjármálaáætlun meirihlutans vera pólitíska tálsýn og draumsýn. Flokkurinn hefur lagt fram tíu breytingartillögur upp á rúmlega 23 milljarða sem yrðu að þeirra sögn að fullu fjármagnaðar með annarri forgangsröðun í skattamálum Þingmenn Samfylkingarinnar segja áætlunina byggða á að hér á Íslandi verði þrettán ára samfleytt hagvaxtarskeið, sem aldrei hafi gerst áður í Íslandssögunni, og gert sé ráð fyrir óbreyttu raungengi krónunnar næstu fimm árin. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir einnig ótrúlegt að samþykkja eigi þessa áætlun án þess að hnika til krónu. „Það vekur athygli að þetta er fjármálaáætlun upp á fimm þúsund milljarða króna og meirihluti þingsins ákveður að gera enga breytingu á þessari áætlun þrátt fyrir mikla vinnu á þinginu þannig að enn og aftur sést að Alþingi sé eingöngu stimpilstofnun ráðherranna.Hækkun barnabóta og bætt kjöraldraðra Samfylkingin hefur því lagt fram tíu breytingartillögur sem snúa að auknum framlögum til heilbrigðis-, mennta og samgöngumála. Til dæmis til Landspítala, hækkun barnabóta, til framhaldsskóla og bæta kjör aldraðra og öryrkja. Áhrif breytingartillagnanna eru rúmlega 23 milljarðar og yrðu að fullu fjármagnaðar með því að falla frá fyrirhugaðri lækkun tekjuskatts, niðurfellingu bankaskatts og með afnámi samsköttunar. Ágúst Ólafur segir meirihlutann ekki að standa við gefin loforð í velferðarmálum og finnst ótrúlegt að þingflokkur vinstri grænna skuli samþykkja hljóðalaust áætlun fjármálaráðherra. „Það kemur ótrúlega á óvart. Þetta er þvi miður enn eitt dæmið að sá flokkur hefur fórnað öllum prinsippum fyrir þrjá ráðherrastóla.“segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ríkisstjórn Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 „Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59 Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
„Það á að ryðja þessu með ofbeldi í gegnum þingið“ Þorsteinn Víglundsson gagnrýnir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega og segir að hér séu eiginhagsmunir látnir ráða förinni. 3. júní 2018 15:59
Segir hluta stjórnarandstöðunnar þyrla upp moldviðri í umræðunni um veiðigjöld Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kom inn á umræðuna um veiðigjöld í ræðu sinni á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. 4. júní 2018 20:19