„Ímyndaðu þér ef barnið þitt hefði þessa framtíðarsýn“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. júní 2018 11:15 Ragga nagli veltir því fyrir sér hvenær fólk byrji að reisa níðstöng um spegilmyndina. Vísir/Eyþór „Þegar ég verð stór þá vil ég hata líkamann minn. Byrja daginn á að klípa í húðflygsur og forðast spegla það sem eftir lifir dags. Þegar ég verð fullorðin langar mig að missa svefn yfir hvað náunganum finnst um rassinn á mér. Í framtíðinni vil ég vera með þráhyggju yfir hverju einasta atómi af mat sem ég læt upp í mig. Ég vil eyða mörgum árum í samviskubit yfir öllum skiptunum sem ég borðaði einni pönnuköku of mikið. Ég vil eyða sem mestri orku og tíma í tilfinningalegt gubb yfir glúteini, laktósa, kílóum, appelsínuhúð og buxnastærð... sagði enginn aldrei.“ Svona hefst nýr pistill eftir þjálfarann og sálfræðinginn Ragnhildi Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli. Þar hvetur hún fólk til þess að taka spegilmyndina í sátt. „Ímyndaðu þér ef barnið þitt hefði þessa framtíðarsýn. Þú myndir tapa glórunni af áhyggjum af barninu. Reita hárið. Missa svefn. Poppa kvíðastillandi. En því miður er þetta blákaldur veruleiki margra komna á meðalaldurinn. Ef þú fylgist með eins árs gömlu barni skakklappast að spegli. Kyssa spegilinn blautum slefuðum kossum. Ajax brúsinn fer á loft hjá mömmunni til að þurrka burt kámug fingraförin.“ Flestir gera þetta sem börn, en Ragga spyr af hverju fólk hætti þessu. „Hvenær byrjum við að reisa níðstöng um spegilmyndina? Vertu eins árs í dag. Kysstu spegilinn. Skítt með Ajaxið. Leyfðu kossinum að vera sem tákngerving um nýja tíma. Héðan í frá ætlarðu að elska og virða spegilmyndina. Þú ætlar að gefa henni fimmu. Segja fallega hluti um manneskjuna sem starir á móti þér. „Þarna er ég. Ég er æði. Ég er falleg og ég er nóg.““ Tengdar fréttir Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari birtir lista yfir mat sem fólk ætti að forðast til þess að ná árangri. 16. ágúst 2017 13:21 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Ragga nagli hvetur fólk til þess að reyna að njóta jólanna í stað þess að hafa áhyggjur af ryki í gluggakistum eða bera heimi sitt saman við heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum. 21. desember 2017 09:00 „Eyddu púðrinu í að breyta hugsun frekar en hegðun“ Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragga Nagli segir mikilvægt að forðast samviskubit og sektarkennd. 6. október 2017 15:15 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Þegar ég verð stór þá vil ég hata líkamann minn. Byrja daginn á að klípa í húðflygsur og forðast spegla það sem eftir lifir dags. Þegar ég verð fullorðin langar mig að missa svefn yfir hvað náunganum finnst um rassinn á mér. Í framtíðinni vil ég vera með þráhyggju yfir hverju einasta atómi af mat sem ég læt upp í mig. Ég vil eyða mörgum árum í samviskubit yfir öllum skiptunum sem ég borðaði einni pönnuköku of mikið. Ég vil eyða sem mestri orku og tíma í tilfinningalegt gubb yfir glúteini, laktósa, kílóum, appelsínuhúð og buxnastærð... sagði enginn aldrei.“ Svona hefst nýr pistill eftir þjálfarann og sálfræðinginn Ragnhildi Þórðardóttur, sem er betur þekkt sem Ragga Nagli. Þar hvetur hún fólk til þess að taka spegilmyndina í sátt. „Ímyndaðu þér ef barnið þitt hefði þessa framtíðarsýn. Þú myndir tapa glórunni af áhyggjum af barninu. Reita hárið. Missa svefn. Poppa kvíðastillandi. En því miður er þetta blákaldur veruleiki margra komna á meðalaldurinn. Ef þú fylgist með eins árs gömlu barni skakklappast að spegli. Kyssa spegilinn blautum slefuðum kossum. Ajax brúsinn fer á loft hjá mömmunni til að þurrka burt kámug fingraförin.“ Flestir gera þetta sem börn, en Ragga spyr af hverju fólk hætti þessu. „Hvenær byrjum við að reisa níðstöng um spegilmyndina? Vertu eins árs í dag. Kysstu spegilinn. Skítt með Ajaxið. Leyfðu kossinum að vera sem tákngerving um nýja tíma. Héðan í frá ætlarðu að elska og virða spegilmyndina. Þú ætlar að gefa henni fimmu. Segja fallega hluti um manneskjuna sem starir á móti þér. „Þarna er ég. Ég er æði. Ég er falleg og ég er nóg.““
Tengdar fréttir Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari birtir lista yfir mat sem fólk ætti að forðast til þess að ná árangri. 16. ágúst 2017 13:21 Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00 „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Ragga nagli hvetur fólk til þess að reyna að njóta jólanna í stað þess að hafa áhyggjur af ryki í gluggakistum eða bera heimi sitt saman við heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum. 21. desember 2017 09:00 „Eyddu púðrinu í að breyta hugsun frekar en hegðun“ Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragga Nagli segir mikilvægt að forðast samviskubit og sektarkennd. 6. október 2017 15:15 Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Ragga Nagli: „Matvæli sem þú ættir að forðast eins og Svarta Dauða ef þú vilt ná árangri“ Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur og þjálfari birtir lista yfir mat sem fólk ætti að forðast til þess að ná árangri. 16. ágúst 2017 13:21
Markmiðið með því að nærast í núvitund er að líða jafn vel fyrir og eftir máltíðina Ragga nagli hvetur fólk til að sleppa megrunarkúrum, borða hægar og njóta máltíðanna betur. 11. febrúar 2018 07:00
„Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Ragga nagli hvetur fólk til þess að reyna að njóta jólanna í stað þess að hafa áhyggjur af ryki í gluggakistum eða bera heimi sitt saman við heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum. 21. desember 2017 09:00
„Eyddu púðrinu í að breyta hugsun frekar en hegðun“ Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragga Nagli segir mikilvægt að forðast samviskubit og sektarkennd. 6. október 2017 15:15
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“